Bandaríkjamaðurinn Ryan Palmer leiðir á Deutsche Bank Championship með tveimur höggum að loknum fyrsta hring en hann lék á 63 höggum eða átta undir pari. Palmer hreinlega lék sér að TPC Boston vellinum en hann notaði aðeins 21 pútt á hringnum í gær sem verður að teljast ótrúleg tölfræði.
Í öðru sæti er Keegan Bradley á sex höggum undir pari eftir hring upp á 65 högg en hann freistar þess að ganga í augun á Tom Watson, fyrirliða bandaríska Ryder-liðsins, með öflugri frammistöðu um helgina.
Chesson Hadley, Jason Day og Webb Simpson deila þriðja sætinu á fimm höggum undir pari en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, hóf mótið með því að leika á 70 höggum eða einu undir pari.
Phil Mickelson var þó í stökustu vandræðum á fyrsta hring en hann lék á 74 höggum eða þremur yfir pari.
100 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni hafa þátttökurétt á Deutsche Bank Championship en mótið er númer tvö af fjórum í Fed-Ex bikarnum. Aðeins 70 stigahæstu kylfingarnir að því loknu fá þátttökurétt á BMW meistaramótinu í næstu viku en þar hefur Zach Johnson titil að verja.
Annar hringurinn á Deutsche Bank Championship verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld.
Ryan Palmer í forystu eftir fyrsta hring í Boston

Mest lesið






Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram
Íslenski boltinn

Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn


