Ósáttur ljósmyndari náði sér niðri á Courtney Love Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. september 2014 17:00 Fyrir fjórum árum var ljósmyndari að nafni J.M. Ladd beðinn um að taka upp ýmsa tónleika sem haldnir voru í tilefni af tískuvikunni í New York. Eitt af þessum verkefnum var að taka upp tónleika með Hole, hljómsveit Courtney Love, í SoHo-hverfi borgarinnar. Eftir tískuvikuna sat Ladd eftir með sárt ennið þar sem hann fékk aldrei borgað fyrir störf sín. Í gær ákvað Ladd síðan að setja myndband af tónleikunum á netið, þar sem má heyra einangraða upptöku af söng og gítarspili Courtney. „Ég var ráðinn í gegnum tónleikastaðinn til að taka þessa tónleika upp. Fjórum árum seinna er ég ennþá með þessi skjöl og hef í raun enga hugmynd hvað ég eigi að gera við þau. En ég hef gaman af því að deila á netinu,“ ritar hann. „Það sem þið heyrið hér er söngur og gítarleikur Courtney einangraður.“ „Til að svara augljósri spurningu sem ég á óhjákvæmilega eftir að fá – þetta er ekki falsað. Þú verður að ákveða sjálf/ur um hvort þér finnist hún einfaldlega vera hræðileg eða hvort þér finnist þetta gera hana að enn meiri „pönkara“. Ég birti aðeins staðreyndirnar eins og þær eru.“Hér fyrir neðan má síðan heyra lagið flutt eins og það hljómaði á tónleikunum. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fyrir fjórum árum var ljósmyndari að nafni J.M. Ladd beðinn um að taka upp ýmsa tónleika sem haldnir voru í tilefni af tískuvikunni í New York. Eitt af þessum verkefnum var að taka upp tónleika með Hole, hljómsveit Courtney Love, í SoHo-hverfi borgarinnar. Eftir tískuvikuna sat Ladd eftir með sárt ennið þar sem hann fékk aldrei borgað fyrir störf sín. Í gær ákvað Ladd síðan að setja myndband af tónleikunum á netið, þar sem má heyra einangraða upptöku af söng og gítarspili Courtney. „Ég var ráðinn í gegnum tónleikastaðinn til að taka þessa tónleika upp. Fjórum árum seinna er ég ennþá með þessi skjöl og hef í raun enga hugmynd hvað ég eigi að gera við þau. En ég hef gaman af því að deila á netinu,“ ritar hann. „Það sem þið heyrið hér er söngur og gítarleikur Courtney einangraður.“ „Til að svara augljósri spurningu sem ég á óhjákvæmilega eftir að fá – þetta er ekki falsað. Þú verður að ákveða sjálf/ur um hvort þér finnist hún einfaldlega vera hræðileg eða hvort þér finnist þetta gera hana að enn meiri „pönkara“. Ég birti aðeins staðreyndirnar eins og þær eru.“Hér fyrir neðan má síðan heyra lagið flutt eins og það hljómaði á tónleikunum.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira