Tveir leikir fóru fram í Reykjavíkurmóti kvenna í handbolta í gær. Fram vann öruggan sigur á ÍR og þá vann Valur nauman sigur á Fylki í Árbænum.
Í Safamýrinni var sigur Fram aldrei í hættu. Fram leiddi 15-7 í hálfleik og vann að lokum 32-16 sigur á liði ÍR. Ásta Birna Gunnarsdóttir fór fyrir liði Fram með fimm mörk.
Í Árbænum var heldur meiri spenna. Valskonur leiddu með einu í hálfleik 14-13 og aftur í leikslok, 26-25. Kristín Guðmundsdóttir var atkvæðamest í liði Vals með átta mörk.
Fram ekki í vandræðum gegn ÍR | Valur vann nauman sigur á Fylki
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti




„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“
Íslenski boltinn

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti


Fleiri fréttir
