Kasabian fagnaði 10 ára afmæli fyrstu breiðskífu sinnar sem skemmtilegum hætti um helgina þegar að hljómsveitin kom fram í London. En Kasabian gerðu sér lítið fyrir og virkuðu sem hálfgerð upphitunarhljómsveit fyrir sjálfa sig. En þeir byrjuðu kvöldið á því að spila fyrstu plötu sína í heild sinni áður en þeir hurfu af sviðinu. Þeir komu svo aftur fram og spiluðu þá hefðbundna tónleika.
Nú stefnir allt í að Foo Fighters muni halda þrjá litla tónleika í Bretlandi í vikunni. En þeir settu mynd af breskri innstungu á Twitter síðu sína um helgina með skilaboðunum „Söknum ykkar...höldum svo þrjá klúbba tónleika í vikunni“. En nokkrum dögum fyrr höfðu þeir einnig sett Twitter færslu með skilaboðunum að það væri synd að halda bara eina tónleika í Bretlandi fyrst að þeir væru hvort sem er á leiðinni þangað.

Í Straumi í kvöld mun Óli Dóri skoða ný lög með TV on the Radio, Aphex Twin, Julian Casablancas, Flying Lotus, Skuggasveini og Caribou en Straumur er á dagskrá X977 klukkan 23:00 í kvöld.