Haustveiðin oft drjúg í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 8. september 2014 11:18 Emil Örn Árnason með fallegan 81 sm hæng úr Langá Langá hefur oft séð betri daga en þá sem hafa liðið við bakka hennar í sumar og líklega er árið sambærilegt og 1984. Það ár var slakasta veiðin í ánni en munurinn á 1984 og þessu sumri er að það er meira af laxi í ánni núna heldur en þá en skilyrðin voru ánni afar erfið framan af. Þegar lítið er af laxi í ánni þarf virkilega góða veiðimenn til að veiða sæmilega og það eru margir sem hafa gert það við ánna í sumar andstætt því sem heildartalan segir. Smálaxagöngurnar brugðust þó í ánni og um það er engin feluleikur en það sem heldur veiðimönnum bjartsýnum er að seiðabúskapur Langár er með allra besta móti frá því að mælingar í ánni hófust. Nokkrar vonir eru einnig bundnar við að hluti göngunnar sem kom ekki í sumar komi sem stærri lax á næsta ári. Þrátt fyrir að smálaxinn hafi brugðist hefur meira af 70-85 sm laxi veiðst í ánni en oft áður og fái sá lax að koma genum sínum áfram er ekkert óhugsandi að með árunum eignist Langá sterkari stofn af tveggja ára laxi sem kemur í veg fyrir sambærilegar dífur í aflatölum og urðu í sumar. Haustveiðin í Langá er einnig oft drjúg en þegar það hækkar í ánni fara laxarnir að hreyfa sig mikið milli hylja og verða þá oft tökuglaðari en þeir hafa verið framan af sumri og þá sérstaklega uppá veiðisvæðinu sem er kallað Fjallið. Að veiða það svæði á fallegum haustdögum með litlar flugur og flotlínu er einstök upplifun. Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði
Langá hefur oft séð betri daga en þá sem hafa liðið við bakka hennar í sumar og líklega er árið sambærilegt og 1984. Það ár var slakasta veiðin í ánni en munurinn á 1984 og þessu sumri er að það er meira af laxi í ánni núna heldur en þá en skilyrðin voru ánni afar erfið framan af. Þegar lítið er af laxi í ánni þarf virkilega góða veiðimenn til að veiða sæmilega og það eru margir sem hafa gert það við ánna í sumar andstætt því sem heildartalan segir. Smálaxagöngurnar brugðust þó í ánni og um það er engin feluleikur en það sem heldur veiðimönnum bjartsýnum er að seiðabúskapur Langár er með allra besta móti frá því að mælingar í ánni hófust. Nokkrar vonir eru einnig bundnar við að hluti göngunnar sem kom ekki í sumar komi sem stærri lax á næsta ári. Þrátt fyrir að smálaxinn hafi brugðist hefur meira af 70-85 sm laxi veiðst í ánni en oft áður og fái sá lax að koma genum sínum áfram er ekkert óhugsandi að með árunum eignist Langá sterkari stofn af tveggja ára laxi sem kemur í veg fyrir sambærilegar dífur í aflatölum og urðu í sumar. Haustveiðin í Langá er einnig oft drjúg en þegar það hækkar í ánni fara laxarnir að hreyfa sig mikið milli hylja og verða þá oft tökuglaðari en þeir hafa verið framan af sumri og þá sérstaklega uppá veiðisvæðinu sem er kallað Fjallið. Að veiða það svæði á fallegum haustdögum með litlar flugur og flotlínu er einstök upplifun.
Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði