Íslenska kvennalandsliðið í golfi lauk keppni á heimsmeistaramóti áhugamanna í Japan í morgun, en stelpurnar enduðu í 29.-31. sæti á mótinu. Af Evrópuþjóðum varð Ísland í 15. sæti af 26.
Stelpurnar spiluðu mótið í heildina á tólf höggum yfir pari og urðu jafnar liðum Hong Kong og Suður-Afríku.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK spiluðu báðar hringina fjóra á samtals 294 höggum og höfnuðu í 58. sæti í einstaklingskeppninni. Sunna Víðisdóttir spilaði á 309 höggum og varð í 107. sæti.
Stelpurnar enduðu í 29.-31. sæti í Japan
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Kári reynir að hjálpa HK upp um deild
Íslenski boltinn

Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield
Enski boltinn

„Þeir standa fyrir eitthvað annað“
Fótbolti

Áhorfendum vísað út af Anfield
Enski boltinn

„Báðir endar vallarins mættu vera betri“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegra þegar vel gengur“
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana
Íslenski boltinn

