Auknar vinsældir rokktónlistar Orri Freyr Rúnarsson skrifar 5. september 2014 14:27 Rokkþyrstir gestir Eistnaflugs. Vísir/Guðný Lára Nafnið George Ergatoudis hringir eflaust ekki neinum bjöllum hjá mörgum en sá maður er tónlistarstjóri BBC Radio 1 í Bretlandi og því án efa einn áhrifamesti einstaklingur tónlistarbransans. En hann hefur núna gefið út að rokktónlist sé á uppleið og allar kannanir sem BBC hefur gert að undanförnu benda til þess. Benti hann sérstaklega á árangur Royal Blood í þessu samhengi. Ergatoudis nýtti einnig tækifærið og sagði að nýtt lag með íslandsvininum Damian Rice sé eitt það besta sem hann hefur heyrt í langan tíma en lagið verður gert aðgengilegt á næstunni.Courtney Love heldur áfram að tala um endurkomu hljómsveitarinnar Hole en ekki er langt síðan að hún sló þá hugmynd algjörlega útaf borðinu. Nú hefur hún hinsvegar eitthvað dregið úr þeirri staðhæfingu sinni og vill nú meina að hún væri tilbúin að kalla hljómsveitina aftur saman en þó eingöngu til þess að búa til nýja nútimavæna tónlist meða alvöru próduser. Courtney Love sagði jafnframt að hún væri á þeim stað í lífinu að hún ætti enga óvini lengur og væri búin að fyrirgefa öllum. Nú stefnir allt í að Royal Blood haldi efsta sætinu á breska vinsældarlistanum með sinni fyrstu breiðskífu en platan seldist í tæplega 70 þús eintökum í síðustu viku. Áhuginn fyrir hljómsveitinni virðist vera gríðarlegur en til marks um það fóru miðar vegna tónleikaferðar sveitarinnar í sölu í morgun og var orðið uppselt á alla tónleika þeirra á einungis tveimur mínútum.Royal BloodÁstralski tónlistarmaðurinn Gotye, sem sló í gegn með laginu „Somebody That I Used to Know“ er nú kominn í stjórnmálin en hann hefur stofnað stjórnmálaflokk ásamt hljómsveit sinni. En þetta kemur fram í blaðinu Guardian en þar segir að Gotye ætli að bjóða sig fram í kosningum í Victoria fylki í Ástralíu í nóvember. Á síðustu misserum hefur sveitin verið dugleg að uppfæra Facebook síðu sína með kosningaloforðum en þeir ætla m.a. að bæta menntun frumbyggja Ástralíu auk þess að gera skyndihjálp að skyldufagi svo fátt eitt sé nefnt. Ef vel gengur í kosningunum núna er ekki útilokað að flokkurinn muni bjóða sig fram á landsvísu í næstu kosningum. Það verður nóg um að vera í tónleikahaldi á Íslandi um helgina. Í kvöld mun hljómsveitin Casio Fatso koma fram á tónleikum á Bar 11 en hljómsveitin Rythmatik mun sjá um upphitun. En á tónleikunum mun Casio Fatso spila lög af væntanlegri plötu sinni. Á Gauknum er það hljómsveitin Dimma sem kemur fram en þeim til halds og trausts verða Nykur og Oni en tóneikarnir á Gauknum hefjast klukkan 22:00 og aðgangseyrir eru litlar 1500kr. Á Dillon verður svo boðið upp á hressandi funkstemningu með The Roulette, Major Pink og Captain Syrup. Á laugardaginn verður svo boðið upp á frábæra tónleika á Kex Hostel en þá eru það Young Karin og Uni Stefson sem koma fram. Uni Stefson er sólóverkefni Unnsteins Manúels Stefánssonar úr Retro Stefsons og hljómsveitin Young Karin er skipuð þeim Loga Pedro og Karin Sveinsdóttur en hljómsveitin kom upphaflega fram undir nafninu Highlands. Tónleikarnir á Kex hefjast klukkan 21:00 og aðgangur er ókeypis. Harmageddon Mest lesið Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Hægt að hlusta á væntanlega Alt-J plötu við Skógafoss Harmageddon Íslandsdeild Evrópusambandsins lögð niður Harmageddon Vonarstræti heldur áfram að slá í gegn Harmageddon Kallar stjórnmálamann helvítis kommúnista Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon
Nafnið George Ergatoudis hringir eflaust ekki neinum bjöllum hjá mörgum en sá maður er tónlistarstjóri BBC Radio 1 í Bretlandi og því án efa einn áhrifamesti einstaklingur tónlistarbransans. En hann hefur núna gefið út að rokktónlist sé á uppleið og allar kannanir sem BBC hefur gert að undanförnu benda til þess. Benti hann sérstaklega á árangur Royal Blood í þessu samhengi. Ergatoudis nýtti einnig tækifærið og sagði að nýtt lag með íslandsvininum Damian Rice sé eitt það besta sem hann hefur heyrt í langan tíma en lagið verður gert aðgengilegt á næstunni.Courtney Love heldur áfram að tala um endurkomu hljómsveitarinnar Hole en ekki er langt síðan að hún sló þá hugmynd algjörlega útaf borðinu. Nú hefur hún hinsvegar eitthvað dregið úr þeirri staðhæfingu sinni og vill nú meina að hún væri tilbúin að kalla hljómsveitina aftur saman en þó eingöngu til þess að búa til nýja nútimavæna tónlist meða alvöru próduser. Courtney Love sagði jafnframt að hún væri á þeim stað í lífinu að hún ætti enga óvini lengur og væri búin að fyrirgefa öllum. Nú stefnir allt í að Royal Blood haldi efsta sætinu á breska vinsældarlistanum með sinni fyrstu breiðskífu en platan seldist í tæplega 70 þús eintökum í síðustu viku. Áhuginn fyrir hljómsveitinni virðist vera gríðarlegur en til marks um það fóru miðar vegna tónleikaferðar sveitarinnar í sölu í morgun og var orðið uppselt á alla tónleika þeirra á einungis tveimur mínútum.Royal BloodÁstralski tónlistarmaðurinn Gotye, sem sló í gegn með laginu „Somebody That I Used to Know“ er nú kominn í stjórnmálin en hann hefur stofnað stjórnmálaflokk ásamt hljómsveit sinni. En þetta kemur fram í blaðinu Guardian en þar segir að Gotye ætli að bjóða sig fram í kosningum í Victoria fylki í Ástralíu í nóvember. Á síðustu misserum hefur sveitin verið dugleg að uppfæra Facebook síðu sína með kosningaloforðum en þeir ætla m.a. að bæta menntun frumbyggja Ástralíu auk þess að gera skyndihjálp að skyldufagi svo fátt eitt sé nefnt. Ef vel gengur í kosningunum núna er ekki útilokað að flokkurinn muni bjóða sig fram á landsvísu í næstu kosningum. Það verður nóg um að vera í tónleikahaldi á Íslandi um helgina. Í kvöld mun hljómsveitin Casio Fatso koma fram á tónleikum á Bar 11 en hljómsveitin Rythmatik mun sjá um upphitun. En á tónleikunum mun Casio Fatso spila lög af væntanlegri plötu sinni. Á Gauknum er það hljómsveitin Dimma sem kemur fram en þeim til halds og trausts verða Nykur og Oni en tóneikarnir á Gauknum hefjast klukkan 22:00 og aðgangseyrir eru litlar 1500kr. Á Dillon verður svo boðið upp á hressandi funkstemningu með The Roulette, Major Pink og Captain Syrup. Á laugardaginn verður svo boðið upp á frábæra tónleika á Kex Hostel en þá eru það Young Karin og Uni Stefson sem koma fram. Uni Stefson er sólóverkefni Unnsteins Manúels Stefánssonar úr Retro Stefsons og hljómsveitin Young Karin er skipuð þeim Loga Pedro og Karin Sveinsdóttur en hljómsveitin kom upphaflega fram undir nafninu Highlands. Tónleikarnir á Kex hefjast klukkan 21:00 og aðgangur er ókeypis.
Harmageddon Mest lesið Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Hægt að hlusta á væntanlega Alt-J plötu við Skógafoss Harmageddon Íslandsdeild Evrópusambandsins lögð niður Harmageddon Vonarstræti heldur áfram að slá í gegn Harmageddon Kallar stjórnmálamann helvítis kommúnista Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon