Góður tími framundan í Brúará Karl Lúðvíksson skrifar 1. september 2014 14:17 Það veiðist bæði lax og bleikja í Brúará Mynd KL Þrátt fyrir að vatnaveiðin sé að klárast næstu 2 vikur er skemmtilegur tími framundan fyrir stangaveiðimenn en nú er sjóbirtingurinn að hellast í árnar. Sumar árnar eru líka klassískar síðsumars ár og eru bestar síðustu tvær vikurnar í ágúst og langt inní september. Þannig er t.d. Brúará en hún á sér mjög sérstaka hlið sem undirritaður hefur fengið að kynnast nokkrum sinnum sér til mikillar ánægju. Flestir leggja mikið upp úr því að veiða Brúará á því sem oftast er skilgreint sem besti tíminn en það er gjarnan frá byrjun júlí fram í ágúst en á þessum tíma eru veiðimenn mest að eltast við staðbundna og sjógengna bleikju. Þegar líður á sumarið verður maður óneitanlega var við að staðbundna bleikjan verður oft mikið legin en sjóbleikjan getur verið að ganga inn alveg inní miðjan september og oft á tíðum er það mjög væn bleikja. Það er líka á þessum tíma sem fyrstu laxarnir láta venjulega á sér kræla og yfirleitt verður maður var við lax í hverjum túr en hvort hann taki er svo allt annað mál. Nokkrir veiðistaðir geyma meira en aðrir af fiski svo það þarf oft að leita aðeins að torfunum en stærstu bleikjurnar liggja gjarnan á breiðunum og þá oft nokkuð djúpt svo nauðsynlegt er að sökkva flugunni vel. Breiðan neðan við foss og líka breiðan fyrir ofan hafa verið vinsælar en það er mun meira ef góðum stöðum svo það er um að gera að fara víða og reyna við álitlega staði. Og það sem meira er, leyfin kosta 3.300 kr á dag sem gerir þetta líklegast að ódýrustu veiðinni með laxavon í dag. Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði
Þrátt fyrir að vatnaveiðin sé að klárast næstu 2 vikur er skemmtilegur tími framundan fyrir stangaveiðimenn en nú er sjóbirtingurinn að hellast í árnar. Sumar árnar eru líka klassískar síðsumars ár og eru bestar síðustu tvær vikurnar í ágúst og langt inní september. Þannig er t.d. Brúará en hún á sér mjög sérstaka hlið sem undirritaður hefur fengið að kynnast nokkrum sinnum sér til mikillar ánægju. Flestir leggja mikið upp úr því að veiða Brúará á því sem oftast er skilgreint sem besti tíminn en það er gjarnan frá byrjun júlí fram í ágúst en á þessum tíma eru veiðimenn mest að eltast við staðbundna og sjógengna bleikju. Þegar líður á sumarið verður maður óneitanlega var við að staðbundna bleikjan verður oft mikið legin en sjóbleikjan getur verið að ganga inn alveg inní miðjan september og oft á tíðum er það mjög væn bleikja. Það er líka á þessum tíma sem fyrstu laxarnir láta venjulega á sér kræla og yfirleitt verður maður var við lax í hverjum túr en hvort hann taki er svo allt annað mál. Nokkrir veiðistaðir geyma meira en aðrir af fiski svo það þarf oft að leita aðeins að torfunum en stærstu bleikjurnar liggja gjarnan á breiðunum og þá oft nokkuð djúpt svo nauðsynlegt er að sökkva flugunni vel. Breiðan neðan við foss og líka breiðan fyrir ofan hafa verið vinsælar en það er mun meira ef góðum stöðum svo það er um að gera að fara víða og reyna við álitlega staði. Og það sem meira er, leyfin kosta 3.300 kr á dag sem gerir þetta líklegast að ódýrustu veiðinni með laxavon í dag.
Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði