Hafa ekki miklar áhyggjur af næsta veiðisumri Karl Lúðvíksson skrifar 1. september 2014 10:27 Nú er að líða á seinni hluta veiðisumarsins og það er orðið algjörlega ljóst að smálaxagöngur brugðust og það sést vel á veiðitölum sumarsins. Þær ár sem sýnilega eru að koma verst út úr þessu eru flestar á vesturlandi þó svo að ástandið virðist nokkuð jafnt um landið allt nema í Laxá á Ásum og Blöndu en þær hafa báðar átt mjög gott ár. Í Laxá í Dölum, Langá, Breiðdalsá, Leirvogsá, Laxá í Leirársveit, Laxá í Kjós, Grímsá og Elliðaám eru veiðitölurnar oft langt undir meðalári og margar þeirra líklega að eiga sín verstu ár. Framámenn hjá þeim fyrirtækjum og félagasamtökum sem sýsla með flest veiðileyfin í dag hafa þó ekki miklar áhyggjur af næsta ári en við leytuðum til þeirra til að sjá hvernig menn meta sumarið og komandi ár. Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa hafði þetta að segja en félagið er t.d. með Laxá í Kjós, Grímsá og Svalbarðsá. "Persónulega hef ég ekki mjög miklar áhyggjur á næsta ári. Hins vegar er það ekkert launungarmál að veiðin í sumar er gríðarleg vonbrigði hér á suður- og vesturlandi. Það að veiðileyfi þurfi að lækka er spurning sem vaknar eðlilega eftir sumar sem þetta hins vegar er það svo að samningar við veiðiréttareigendur eru bundnir fram í tímann, og því erfitt um vik.Boltinn er þar af leiðandi að fullu í hendi veiðiréttareigenda, þar sem leigutakar leiðrétta ekki árleigurnar einhliða" segir Haraldur og tekur fram að þetta á eftir að hafa áhrif fram í tímann að einhverju leiti þar sem leigusamningar eru til endurnýjunar."Hverjar ástæður slakrar veiði eru, ættu öllum að vera ljósar. Laxinn hefur liðið fæðuskort í hafi, og kemur til baka illa haldinn, nú eða ekki. Það á að vera fiskifræðinga hjá þeim stofnunum sem rannsaka laxinn að svara því hvers vegna, en ljóst má vera að uppgangur í makrílstofnum á fæðuslóð er vinkill sem þarf að rannsaka. Ekki er hægt að kenna um köldu voru í fyrra líkt og gert var 2012. Ég sakna þess mikið að heyra ekki meira frá Veiðimálastofnun og jafnvel um inngrip af þeirra hálfu þar sem laxgengd hefur brugðist. Tíu laxa kvótar í ám sem renna hálf tómar í dag er einfaldlega tímaskekkja að mínu mati og verða til þess að hrygning verður víða ónóg". Árni Friðleifsson Formaður SVFR hafði þetta að segja um liðið sumar: "Það er ljóst að sumarið 2014 hefur ekki verið gjöfult fyrir okkur veiðimenn. Smálaxinn hefur skilað sér seint og illa og er nokkuð rýr að auki. Nú hefur seiðabúskapur verið með ágætum undanfarin ár og því er eðlilegt að álykta að einhverjir þættir í hafi séu að spila stórt hlutverk, hvaða þættir það eru er nokkuð erfitt fyri áhugamenn um stangaveiði í ferskvatni að segja til um. Verð veiðileyfa hefur verið hátt undanfarin ár. Laxveiði sem slík er dýrt sport. Auðvitað væri það æskilegt að veiðirétthafar ásamt söluaðilum veiðileyfa ynnu saman að einhverjum verðlækkunum. Mínar áhyggjur snúast einnig að fækkun stangaveiðimanna, það er áhyggjuefni fyrir eigendur íslenskra laxveiðiáa, veiðitímabilið 2014 gerði lítið til að stöðva þá þróun". Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Nú er að líða á seinni hluta veiðisumarsins og það er orðið algjörlega ljóst að smálaxagöngur brugðust og það sést vel á veiðitölum sumarsins. Þær ár sem sýnilega eru að koma verst út úr þessu eru flestar á vesturlandi þó svo að ástandið virðist nokkuð jafnt um landið allt nema í Laxá á Ásum og Blöndu en þær hafa báðar átt mjög gott ár. Í Laxá í Dölum, Langá, Breiðdalsá, Leirvogsá, Laxá í Leirársveit, Laxá í Kjós, Grímsá og Elliðaám eru veiðitölurnar oft langt undir meðalári og margar þeirra líklega að eiga sín verstu ár. Framámenn hjá þeim fyrirtækjum og félagasamtökum sem sýsla með flest veiðileyfin í dag hafa þó ekki miklar áhyggjur af næsta ári en við leytuðum til þeirra til að sjá hvernig menn meta sumarið og komandi ár. Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa hafði þetta að segja en félagið er t.d. með Laxá í Kjós, Grímsá og Svalbarðsá. "Persónulega hef ég ekki mjög miklar áhyggjur á næsta ári. Hins vegar er það ekkert launungarmál að veiðin í sumar er gríðarleg vonbrigði hér á suður- og vesturlandi. Það að veiðileyfi þurfi að lækka er spurning sem vaknar eðlilega eftir sumar sem þetta hins vegar er það svo að samningar við veiðiréttareigendur eru bundnir fram í tímann, og því erfitt um vik.Boltinn er þar af leiðandi að fullu í hendi veiðiréttareigenda, þar sem leigutakar leiðrétta ekki árleigurnar einhliða" segir Haraldur og tekur fram að þetta á eftir að hafa áhrif fram í tímann að einhverju leiti þar sem leigusamningar eru til endurnýjunar."Hverjar ástæður slakrar veiði eru, ættu öllum að vera ljósar. Laxinn hefur liðið fæðuskort í hafi, og kemur til baka illa haldinn, nú eða ekki. Það á að vera fiskifræðinga hjá þeim stofnunum sem rannsaka laxinn að svara því hvers vegna, en ljóst má vera að uppgangur í makrílstofnum á fæðuslóð er vinkill sem þarf að rannsaka. Ekki er hægt að kenna um köldu voru í fyrra líkt og gert var 2012. Ég sakna þess mikið að heyra ekki meira frá Veiðimálastofnun og jafnvel um inngrip af þeirra hálfu þar sem laxgengd hefur brugðist. Tíu laxa kvótar í ám sem renna hálf tómar í dag er einfaldlega tímaskekkja að mínu mati og verða til þess að hrygning verður víða ónóg". Árni Friðleifsson Formaður SVFR hafði þetta að segja um liðið sumar: "Það er ljóst að sumarið 2014 hefur ekki verið gjöfult fyrir okkur veiðimenn. Smálaxinn hefur skilað sér seint og illa og er nokkuð rýr að auki. Nú hefur seiðabúskapur verið með ágætum undanfarin ár og því er eðlilegt að álykta að einhverjir þættir í hafi séu að spila stórt hlutverk, hvaða þættir það eru er nokkuð erfitt fyri áhugamenn um stangaveiði í ferskvatni að segja til um. Verð veiðileyfa hefur verið hátt undanfarin ár. Laxveiði sem slík er dýrt sport. Auðvitað væri það æskilegt að veiðirétthafar ásamt söluaðilum veiðileyfa ynnu saman að einhverjum verðlækkunum. Mínar áhyggjur snúast einnig að fækkun stangaveiðimanna, það er áhyggjuefni fyrir eigendur íslenskra laxveiðiáa, veiðitímabilið 2014 gerði lítið til að stöðva þá þróun".
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði