Vigdís Hauksdóttir er afrekskona í Candy Crush Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. september 2014 15:48 Vigdís Hauksdóttir spilar Candy Crush, eins og sjá má. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, er mjög snjöll í leiknum Candy Crush. „Já, ég er komin í borð 530,“ segir hún glöð í bragði og heldur áfram: „Ég er mikil skákdrottning og ég spila Candy Crush svolítið eins og skák. Það er nefnilega mikil hugsun á bakvið þennan leik og maður þarf að beita ákveðinni kænsku til að ná langt.“ Vigdís er svo góð að margir sem spila Candy Crush hafa séð nafn hennar á listum yfir þá sem ná flestum stigum í ákveðnum borðum í leiknum. Þegar spilarar í leiknum ljúka við tiltekin borð sjá þeir hvaða vinir þeirra á Facebook eru bestir í leiknum. Meðfylgjandi mynd er skjáskot frá Facebook-vini Vigdísar og þar sést hvernig hún trónir á toppnum.Spilar leikinn ekki í þingsal Vigdís segist grípa í Candy Crush yfir daginn. „Já, það er ágætt að grípa í þetta, til dæmis þegar maður er að hlusta á fólk,“ útskýrir hún en bætir við að hún spili leikinn aldrei inni í þingsal. „Fyrst og fremst er þessi leikur frábær leið til þess að skerpa á rökhugsuninni,“ bætir þingkonan við. Vigdís er langt komin með að klára Candy Crush, því í leiknum eru 680 borð. Hægt er að bæta við borðum með því að kaupa svokallaða Dream World viðbót, en þá bætast 410 borð við. Leikurinn var fyrst gefinn út í apríl 2012 og kom út fyrir snjallsíma í september sama ár. Milljónir manns spila leikinn reglulega. Fyrsta árið sem leikurinn var á markaði var hann sóttur af tíu milljón manns. Árið 2013 voru 6,7 milljónir sem spiluðu leikinn reglulega. Leikurinn hefur fengið góða dóma frá gagnrýnendum. Leikjavísir Tengdar fréttir Kláraði Candy Crush krossbandsslitinn "Ég náði að klára öll borðin sem eru í boði og þarf að bíða eftir að þeir uppfæri leikinn og búi til ný borð. Ég er búinn að vera í tómum vandræðum með sjálfan mig síðan ég kláraði þetta og veit ekkert hvað ég á af mér að gera,“ segir handboltalandsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson. Hann náði þeim merka árangri á dögunum að klára öll 245 borðin í hinum feikivinsæla Facebook-leik Candy Crush. 5. apríl 2013 09:45 Mætti alltof snemma í vinnuna útaf tímarugli í Candy Crush Haraldur Geir Þorsteinsson nýtti sér glufu í Candy Crush og breytti klukkunni í símanum sínum til þess að fá aukalíf í leiknum. Hann vaknaði tveimur tímum of snemma í morgun og hélt í vinnuna. Hann áttaði sig á mistökunum þegar hann var að keyra Sæbrautina og sá að umferðin var óvenju þægileg. 24. júlí 2014 11:00 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, er mjög snjöll í leiknum Candy Crush. „Já, ég er komin í borð 530,“ segir hún glöð í bragði og heldur áfram: „Ég er mikil skákdrottning og ég spila Candy Crush svolítið eins og skák. Það er nefnilega mikil hugsun á bakvið þennan leik og maður þarf að beita ákveðinni kænsku til að ná langt.“ Vigdís er svo góð að margir sem spila Candy Crush hafa séð nafn hennar á listum yfir þá sem ná flestum stigum í ákveðnum borðum í leiknum. Þegar spilarar í leiknum ljúka við tiltekin borð sjá þeir hvaða vinir þeirra á Facebook eru bestir í leiknum. Meðfylgjandi mynd er skjáskot frá Facebook-vini Vigdísar og þar sést hvernig hún trónir á toppnum.Spilar leikinn ekki í þingsal Vigdís segist grípa í Candy Crush yfir daginn. „Já, það er ágætt að grípa í þetta, til dæmis þegar maður er að hlusta á fólk,“ útskýrir hún en bætir við að hún spili leikinn aldrei inni í þingsal. „Fyrst og fremst er þessi leikur frábær leið til þess að skerpa á rökhugsuninni,“ bætir þingkonan við. Vigdís er langt komin með að klára Candy Crush, því í leiknum eru 680 borð. Hægt er að bæta við borðum með því að kaupa svokallaða Dream World viðbót, en þá bætast 410 borð við. Leikurinn var fyrst gefinn út í apríl 2012 og kom út fyrir snjallsíma í september sama ár. Milljónir manns spila leikinn reglulega. Fyrsta árið sem leikurinn var á markaði var hann sóttur af tíu milljón manns. Árið 2013 voru 6,7 milljónir sem spiluðu leikinn reglulega. Leikurinn hefur fengið góða dóma frá gagnrýnendum.
Leikjavísir Tengdar fréttir Kláraði Candy Crush krossbandsslitinn "Ég náði að klára öll borðin sem eru í boði og þarf að bíða eftir að þeir uppfæri leikinn og búi til ný borð. Ég er búinn að vera í tómum vandræðum með sjálfan mig síðan ég kláraði þetta og veit ekkert hvað ég á af mér að gera,“ segir handboltalandsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson. Hann náði þeim merka árangri á dögunum að klára öll 245 borðin í hinum feikivinsæla Facebook-leik Candy Crush. 5. apríl 2013 09:45 Mætti alltof snemma í vinnuna útaf tímarugli í Candy Crush Haraldur Geir Þorsteinsson nýtti sér glufu í Candy Crush og breytti klukkunni í símanum sínum til þess að fá aukalíf í leiknum. Hann vaknaði tveimur tímum of snemma í morgun og hélt í vinnuna. Hann áttaði sig á mistökunum þegar hann var að keyra Sæbrautina og sá að umferðin var óvenju þægileg. 24. júlí 2014 11:00 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Kláraði Candy Crush krossbandsslitinn "Ég náði að klára öll borðin sem eru í boði og þarf að bíða eftir að þeir uppfæri leikinn og búi til ný borð. Ég er búinn að vera í tómum vandræðum með sjálfan mig síðan ég kláraði þetta og veit ekkert hvað ég á af mér að gera,“ segir handboltalandsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson. Hann náði þeim merka árangri á dögunum að klára öll 245 borðin í hinum feikivinsæla Facebook-leik Candy Crush. 5. apríl 2013 09:45
Mætti alltof snemma í vinnuna útaf tímarugli í Candy Crush Haraldur Geir Þorsteinsson nýtti sér glufu í Candy Crush og breytti klukkunni í símanum sínum til þess að fá aukalíf í leiknum. Hann vaknaði tveimur tímum of snemma í morgun og hélt í vinnuna. Hann áttaði sig á mistökunum þegar hann var að keyra Sæbrautina og sá að umferðin var óvenju þægileg. 24. júlí 2014 11:00