Í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um lækkun virðisaukaskatts úr 25,5% í 24% hefur Toyota á Íslandi lækkað verðlistaverð á nýjum Toyota- og Lexusbílum sem þessari lækkun nemur.
Lækkun Toyota á Íslandi tekur gildi frá og með deginum í dag og þurfa neytendur því ekki að bíða til áramóta eftir að lækkun virðisaukaskattsins komi fram í verði á nýjum bílum.
Sem dæmi um lækkunina fer verð á Land Cruiser VX sem í dag kostar 13.330.000 kr í 13.130.000 kr.
