Aukapakkinn Barbarian Invasion, fyrir Total War: Rome, sem kom út árið 2004 sneri einmitt að falli Rómarveldisins.
Á heimsíðu leiksins segir að hann verði gefinn út í febrúar á næsta ári. Þar segir einnig að eyðileggingarkerfi leiksins hafi verið endurbætt og leikmenn geti nú kveikt í byggingum til að hræða verjendur þeirra. Þá verður mögulegt að þurrka borgir út af kortinu, en það hefur ekki verið hægt áður.
