Henrik Hoff: Aron Elís verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2014 06:15 Aron Elís er búinn að skora fimm mörk fyrir Víking í sumar. Vísir/GVA „Við höfum vitað af Aroni í 4-6 mánuði,“ segir Henrik Hoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Álasundi, við Fréttablaðið, en það er búið að ganga frá kaupum á Víkingnum Aroni Elísi Þrándarsyni. Hoff kom sjálfur til landsins til að ganga frá samningum við Víkinga, en hann var kominn aftur til Noregs þegar Fréttablaðið heyrði í honum hljóðið í gær. Hann segir sína menn hafa fylgst vel með Aroni Elísi í sumar. „Útsendari frá mér og einn þjálfaranna hafa farið til Íslands og horft á hann. Ég veit ekki alveg hversu oft, en svo höfum við líka séð alla leikina á myndbandi. Okkur líst rosalega vel á hann,“ segir Hoff.Henrik Hoff.mynd/ÁlasundÍslendingar eru gott fólk Aron Elís hefur borið sóknarleik Víkings uppi í sumar og er ein helsta ástæða þess að nýliðarnir eru í bílstjórasætinu um síðasta Evrópusætið í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Þegar hann var heitur var liðið nær óstöðvandi, en þegar Aron fór að hiksta og meiðast svo undir lok leiktíðar gekk Fossvogsliðinu verr að safna stigum. Aðspurður hvað Álasund sér gott í Aroni er svarið einfalt: „Allt,“ segir Hoff og heldur áfram: „Við vitum að hann er góður leikmaður og sá maður sem við viljum fá í okkar raðir fyrir næsta tímabil.“ Hoff hitti Aron Elís og segir hann góðan pilt eins og Íslendinga almennt. „Þetta er góður strákur, en flestir Íslendingar eru gott fólk. Þeir eru svipaðir og Norðmenn. Við vorum náttúrulega með Harald Frey Guðmundsson hjá okkur og þekkjum því Íslendinga vel.“Aron Elís á spretti í leik gegn Þór.Vísir/PjeturStefna á topp fjóra Aron Elís hefur ítrekað margoft í sumar aðspurður um atvinnumannadraumana og næsta skref, að hann vilji komast til liðs þar sem hann fær að spila. Það virðist að svo verði hjá Álasundi. „Það er alltaf þjálfarinn sem velur liðið, en við vitum hversu góður hann er þannig að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Við erum vissir um að hann muni spila og vera lykilmaður,“ segir Hoff. Þjálfari liðsins er Jan Jönsson sem gerði Veigar Pál Gunnarsson að stórstjörnu í Noregi á seinni hluta síðasta áratugar. „Jan Jönsson þekkir íslenska leikmenn mjög vel,“ segir hann. Hoff vonast til að ná samningum við Aron Elís sjálfan á næstu dögum, en kaupin á honum eru hluti af því að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra fjögurra efstu. Þar endaði liðið í fyrra, en það hefur verið í botnbaráttu í ár. „Við viljum berjast í efri hlutanum. Við viljum meina að við séum með gott lið og ætlum að bæta í. Markmiðið er að enda á meðal efstu fjögurra liðanna á næsta tímabili,“ segir Henrik Hoff. Rólegur yfir öllu Sjálfur er Aron Elís ekkert að stressa sig á hlutunum, en í samtali við Fréttablaðið sagði hann enn langt í land. „Næst á dagskrá eru samningaviðræður. Ef það gengur vel mun ég fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. Það er því enn nokkuð eftir,“ segir Aron. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
„Við höfum vitað af Aroni í 4-6 mánuði,“ segir Henrik Hoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Álasundi, við Fréttablaðið, en það er búið að ganga frá kaupum á Víkingnum Aroni Elísi Þrándarsyni. Hoff kom sjálfur til landsins til að ganga frá samningum við Víkinga, en hann var kominn aftur til Noregs þegar Fréttablaðið heyrði í honum hljóðið í gær. Hann segir sína menn hafa fylgst vel með Aroni Elísi í sumar. „Útsendari frá mér og einn þjálfaranna hafa farið til Íslands og horft á hann. Ég veit ekki alveg hversu oft, en svo höfum við líka séð alla leikina á myndbandi. Okkur líst rosalega vel á hann,“ segir Hoff.Henrik Hoff.mynd/ÁlasundÍslendingar eru gott fólk Aron Elís hefur borið sóknarleik Víkings uppi í sumar og er ein helsta ástæða þess að nýliðarnir eru í bílstjórasætinu um síðasta Evrópusætið í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Þegar hann var heitur var liðið nær óstöðvandi, en þegar Aron fór að hiksta og meiðast svo undir lok leiktíðar gekk Fossvogsliðinu verr að safna stigum. Aðspurður hvað Álasund sér gott í Aroni er svarið einfalt: „Allt,“ segir Hoff og heldur áfram: „Við vitum að hann er góður leikmaður og sá maður sem við viljum fá í okkar raðir fyrir næsta tímabil.“ Hoff hitti Aron Elís og segir hann góðan pilt eins og Íslendinga almennt. „Þetta er góður strákur, en flestir Íslendingar eru gott fólk. Þeir eru svipaðir og Norðmenn. Við vorum náttúrulega með Harald Frey Guðmundsson hjá okkur og þekkjum því Íslendinga vel.“Aron Elís á spretti í leik gegn Þór.Vísir/PjeturStefna á topp fjóra Aron Elís hefur ítrekað margoft í sumar aðspurður um atvinnumannadraumana og næsta skref, að hann vilji komast til liðs þar sem hann fær að spila. Það virðist að svo verði hjá Álasundi. „Það er alltaf þjálfarinn sem velur liðið, en við vitum hversu góður hann er þannig að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Við erum vissir um að hann muni spila og vera lykilmaður,“ segir Hoff. Þjálfari liðsins er Jan Jönsson sem gerði Veigar Pál Gunnarsson að stórstjörnu í Noregi á seinni hluta síðasta áratugar. „Jan Jönsson þekkir íslenska leikmenn mjög vel,“ segir hann. Hoff vonast til að ná samningum við Aron Elís sjálfan á næstu dögum, en kaupin á honum eru hluti af því að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra fjögurra efstu. Þar endaði liðið í fyrra, en það hefur verið í botnbaráttu í ár. „Við viljum berjast í efri hlutanum. Við viljum meina að við séum með gott lið og ætlum að bæta í. Markmiðið er að enda á meðal efstu fjögurra liðanna á næsta tímabili,“ segir Henrik Hoff. Rólegur yfir öllu Sjálfur er Aron Elís ekkert að stressa sig á hlutunum, en í samtali við Fréttablaðið sagði hann enn langt í land. „Næst á dagskrá eru samningaviðræður. Ef það gengur vel mun ég fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. Það er því enn nokkuð eftir,“ segir Aron.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira