Tónlistarmaðurinn Pétur Ben og hljómsveitirnar Agent Fresco, Dimma og Low Roar koma fram á tónleikunum.
Dagskráin er afar fjölbreytt og því ættu margir að finna eitthvað við sitt hæfi - sérstaklega þeir sem eru miklir rokkunnendur.
Tónleikarnir hefjast klukkan 19.00 á Pétri Ben, því næst stígur Low Roar á svið, svo Agent Fresco og Dimma lokar tónleikunum. Hver listamaður spilar í um klukkustund og er aðgangur á veisluna ókeypis.
