Royal Blood með þriðja lag sitt á toppi Pepsi Max listans Orri Freyr Rúnarsson skrifar 25. september 2014 11:33 Nýr Pepsi Max listi var kynntur á X977 í gær og fór það svo að nýtt lag komst á topp listans en það var lagið Figure It Out með hljómsveitinni Royal Blood. Hægt er að skoða Pepsi Max listann í heild sinni hér. Uppgangur hljómsveitarinnar hefur gengið hratt fyrir sig en er þetta þriðja lag þeirra sem kemst á topp Pepsi Max listans en lögin Out of the Black og Little Monster hafa bæði ná þeim árangri og einnig náði lag þeirra Come On Over þriðja sæti listans. En öll lögin eru tekin af fyrstu breiðskífu Royal Blood sem er samnefnd sveitinni og kom út í ágúst. En þessi fyrsta plata Royal Blood seldist í rúmlega 65.000 eintökum á aðeins einni viku í Bretlandi og náði að sjálfsögðu efsta sæti á breska vinsældarlistanum en langt er síðan að ný rokkplata hefur selst jafn vel og Royal Blood. Vinsældir þeirra voru svo enn frekar tryggðar þegar að hljómsveitin auglýsti tónleikaferðalag til að fylgja plötunni eftir en miðar á alla tónleikana seldust upp á einungis 8 mínútum. Frábær árangur og sér í lagi í ljósi þess að einungis tvö ár eru síðan að þeir Mike Kerr, bassaleikari og söngvari, og Ben Thatcher, trommari, stofnuðu sveitina. Þeir höfðu þá þekkst í um það bil áratug og urðu fljótt góðir vinir vegna sameiginlegs tónlistaráhuga. Þær hljómsveitir sem þeir segjast vera undir áhrifum frá eru m.a. Muse, Queens of the Stone Age, Mars Volta og The Killers. Fljótlega eftir að þeir stofnuðu hljómsveitina og byrjuðu að koma fram á tónleikum fengu þeir tölvupóst frá manni að nafni Phil Christie sem vann hjá útgáfufyritækinu Warner og sagðist hann hafa svo mikla trú á þeim að hann bauð þeim peningagreiðslu sem gerði þeim kleift að hætta í vinnunni og einbeita sér alfarið að tónlist í 12 mánuði. Sú ákvörðun hefur svo heldur betur borgað sig. En aftur að Pepsi Max listanum. Í öðru sæti er þýska sveitin Milky Chance með Stolen Dance á meðan að Prins Póló situr í þriðja sæti með sumarsmellinn Paríð norðursins. Þá voru þrjú lög kynnt líkleg til vinsælda en það voru lögin The Devil in I með Slipknot, Every Other Freckle með Alt-J og lagið Smooth Sailing með Queens of the Stone Age. Við minnum svo auðvitað á að Pepsi Max listinn er valinn af hlustendum X977 og hægt er að taka þátt í valinu með því að skrá sig í hlustendaráð X977 en það er gert hér. Harmageddon Mest lesið „Íslenski bjórinn orðinn dominerandi á markaðnum“ Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Sannleikurinn: Íslenska landsliðið bauð kókaín fyrir vændi Harmageddon
Nýr Pepsi Max listi var kynntur á X977 í gær og fór það svo að nýtt lag komst á topp listans en það var lagið Figure It Out með hljómsveitinni Royal Blood. Hægt er að skoða Pepsi Max listann í heild sinni hér. Uppgangur hljómsveitarinnar hefur gengið hratt fyrir sig en er þetta þriðja lag þeirra sem kemst á topp Pepsi Max listans en lögin Out of the Black og Little Monster hafa bæði ná þeim árangri og einnig náði lag þeirra Come On Over þriðja sæti listans. En öll lögin eru tekin af fyrstu breiðskífu Royal Blood sem er samnefnd sveitinni og kom út í ágúst. En þessi fyrsta plata Royal Blood seldist í rúmlega 65.000 eintökum á aðeins einni viku í Bretlandi og náði að sjálfsögðu efsta sæti á breska vinsældarlistanum en langt er síðan að ný rokkplata hefur selst jafn vel og Royal Blood. Vinsældir þeirra voru svo enn frekar tryggðar þegar að hljómsveitin auglýsti tónleikaferðalag til að fylgja plötunni eftir en miðar á alla tónleikana seldust upp á einungis 8 mínútum. Frábær árangur og sér í lagi í ljósi þess að einungis tvö ár eru síðan að þeir Mike Kerr, bassaleikari og söngvari, og Ben Thatcher, trommari, stofnuðu sveitina. Þeir höfðu þá þekkst í um það bil áratug og urðu fljótt góðir vinir vegna sameiginlegs tónlistaráhuga. Þær hljómsveitir sem þeir segjast vera undir áhrifum frá eru m.a. Muse, Queens of the Stone Age, Mars Volta og The Killers. Fljótlega eftir að þeir stofnuðu hljómsveitina og byrjuðu að koma fram á tónleikum fengu þeir tölvupóst frá manni að nafni Phil Christie sem vann hjá útgáfufyritækinu Warner og sagðist hann hafa svo mikla trú á þeim að hann bauð þeim peningagreiðslu sem gerði þeim kleift að hætta í vinnunni og einbeita sér alfarið að tónlist í 12 mánuði. Sú ákvörðun hefur svo heldur betur borgað sig. En aftur að Pepsi Max listanum. Í öðru sæti er þýska sveitin Milky Chance með Stolen Dance á meðan að Prins Póló situr í þriðja sæti með sumarsmellinn Paríð norðursins. Þá voru þrjú lög kynnt líkleg til vinsælda en það voru lögin The Devil in I með Slipknot, Every Other Freckle með Alt-J og lagið Smooth Sailing með Queens of the Stone Age. Við minnum svo auðvitað á að Pepsi Max listinn er valinn af hlustendum X977 og hægt er að taka þátt í valinu með því að skrá sig í hlustendaráð X977 en það er gert hér.
Harmageddon Mest lesið „Íslenski bjórinn orðinn dominerandi á markaðnum“ Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Sannleikurinn: Íslenska landsliðið bauð kókaín fyrir vændi Harmageddon