Gífurlegur munur á GTA V á milli kynslóða Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2014 16:57 Mynd/Rockstar Nú styttist í að Grand Theft Auto V verði gefinn út á PS4, Xbox One og PC en leikurinn hefur verið uppfærður að miklu leyti. Meðal breytinga sem gerðar hafa verið á leiknum eru að búið er að bæta við vopnum, bílum og tómstundum. Dýralíf hefur verið aukið og umferðin er þéttari. Þá hefur graffíkin verið bætt töluvert og gróður lítur mun betur út. Þar að auki mun netspilun leiksins bjóða upp á að fleiri leikmenn taki þátt. Rúmlega hundrað lögum hefur verið bætt við útvarpsstöðvar leiksins. Ofan á allt saman hefur Rockstar gefið í skyn að boðið verði upp á að spila leikinn með fyrstu persónu sjónarhorni. Karl Slatoff, frá Take Two, segist vonast til þess að viðbæturnar muni fá þá sem þegar hafa keypt leikinn á PS3 og Xbox 360, til að kaupa leikinn aftur. „Já, við höfum selt 34 milljónir eintaka, sem eru mörg eintök,“ hefur Gamespot eftir Karl. „Spurningin er hvort það séu fleiri þarna úti, sem hafi áhuga á að kaupa leikinn? Við trúum því að svo sé.“ Hér að neðan má sjá samanburð að sýnishornum fyrir leikinn úr PS3 annars vegar og PS4 hins vegar. Þar að auki má sjá tvær stiklur fyrir leikinn. GTA V verður gefinn út á PS4 og Xbox One þann 18. nóvember og á PC eftir áramót.Samanburður á trailerum GTA V fyrir PS3 OG PS4 Trailerinn sem birtist á Youtubesíðu Playstation Nýr trailer frá Rockstar Leikjavísir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Nú styttist í að Grand Theft Auto V verði gefinn út á PS4, Xbox One og PC en leikurinn hefur verið uppfærður að miklu leyti. Meðal breytinga sem gerðar hafa verið á leiknum eru að búið er að bæta við vopnum, bílum og tómstundum. Dýralíf hefur verið aukið og umferðin er þéttari. Þá hefur graffíkin verið bætt töluvert og gróður lítur mun betur út. Þar að auki mun netspilun leiksins bjóða upp á að fleiri leikmenn taki þátt. Rúmlega hundrað lögum hefur verið bætt við útvarpsstöðvar leiksins. Ofan á allt saman hefur Rockstar gefið í skyn að boðið verði upp á að spila leikinn með fyrstu persónu sjónarhorni. Karl Slatoff, frá Take Two, segist vonast til þess að viðbæturnar muni fá þá sem þegar hafa keypt leikinn á PS3 og Xbox 360, til að kaupa leikinn aftur. „Já, við höfum selt 34 milljónir eintaka, sem eru mörg eintök,“ hefur Gamespot eftir Karl. „Spurningin er hvort það séu fleiri þarna úti, sem hafi áhuga á að kaupa leikinn? Við trúum því að svo sé.“ Hér að neðan má sjá samanburð að sýnishornum fyrir leikinn úr PS3 annars vegar og PS4 hins vegar. Þar að auki má sjá tvær stiklur fyrir leikinn. GTA V verður gefinn út á PS4 og Xbox One þann 18. nóvember og á PC eftir áramót.Samanburður á trailerum GTA V fyrir PS3 OG PS4 Trailerinn sem birtist á Youtubesíðu Playstation Nýr trailer frá Rockstar
Leikjavísir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira