Veiði lokið í ánum við Ísafjarðardjúp Karl Lúðvíksson skrifar 24. september 2014 10:54 Laxar á leið sinni upp Hvannadalsá Veiði er lokið í ánum við Ísafjarðardjúp á þessu ári og lokatölur þar eru í takt við annað sem hefur verið í gangi í laxveiðinni á þessu ári. Það hefur alveg vatnað smálaxinn í árnar í djúpinu á þessu ári og það sést vel á lokatölunum. Í heildina er veiðin aðeins um þriðjungur á við sumarið 2013 en það er kannski ósanngjarn samanburður enda var það metsumar í flestum veiðibókum. Samkvæmt leigutakanum Lax-Á voru loktölur í Langadalsá 158 laxar í þar veiddust 457 laxar í fyrra en veiðin hefur ekki verið lakari síðan 2003 en þá veiddust 150 laxar. Í Hvannadalsá veiddust 68 laxar en þetta er líklega ein lélegasta skráða veiði í ánni. Lokatölur eru ekki komnar í Laugardalsá en í henni veiddust 404 laxar í fyrra og það verður áhugavert að sjá hvort niðursveiflan í henni er sambærileg öðrum ám á svæðinu. Stangveiði Mest lesið Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Komið í veg fyrir kappakstur veiðimanna að Árbæjarhyl Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði
Veiði er lokið í ánum við Ísafjarðardjúp á þessu ári og lokatölur þar eru í takt við annað sem hefur verið í gangi í laxveiðinni á þessu ári. Það hefur alveg vatnað smálaxinn í árnar í djúpinu á þessu ári og það sést vel á lokatölunum. Í heildina er veiðin aðeins um þriðjungur á við sumarið 2013 en það er kannski ósanngjarn samanburður enda var það metsumar í flestum veiðibókum. Samkvæmt leigutakanum Lax-Á voru loktölur í Langadalsá 158 laxar í þar veiddust 457 laxar í fyrra en veiðin hefur ekki verið lakari síðan 2003 en þá veiddust 150 laxar. Í Hvannadalsá veiddust 68 laxar en þetta er líklega ein lélegasta skráða veiði í ánni. Lokatölur eru ekki komnar í Laugardalsá en í henni veiddust 404 laxar í fyrra og það verður áhugavert að sjá hvort niðursveiflan í henni er sambærileg öðrum ám á svæðinu.
Stangveiði Mest lesið Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Komið í veg fyrir kappakstur veiðimanna að Árbæjarhyl Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði