Lagið er í anda tónlistar sem Ricky hefur fengist við síðustu ár en samt sem áður hefur lagið fallið í frekar grýttan jarðveg hjá aðdáendum hans. Eru margir sammála um að Ricky nýti sér sömu formúluna og hann hefur gert í fyrri lögum og að það sé ekkert sem komi á óvart í Adios. Má lesa fjölmargar athugasemdir við lögin á YouTube þar sem aðdáendur viðra þessar skoðanir sínar.
Ricky nýtur mikilla vinsælda í Suður- og Mið-Ameríku en hann fer á tónleikaferðalag um Mexíkó þann 3. október næstkomandi.