Joost Luiten lék best allra í Wales 22. september 2014 19:41 Joost Luiten var sigursæll um helgina. AP/Getty Hollendingurinn Joost Luiten sigraði á Opna velska meistaramótinu sem fram fór á hinum glæsilega Celtic Manor velli og kláraðist um helgina. Luiten lék hringina fjóra á alls 14 höggum undir pari en sigurinn var þó langt í frá öruggur þar sem nokkrir kylfingar gerðu harða baráttu að honum á lokahringnum. Luiten hafði þó sigur með einu höggi en Shane Lowry frá Írlandi og Englendingurinn Tommy Fleetwood deildu öðru sætinu, einu höggi á eftir, á 13 höggum undir pari. Luiten var ekki langt frá því að spila sig inn í Ryder-lið Evrópu á dögunum en hann hlaut ekki náð fyrir augum fyrirliða liðsins, Paul McGinley, í fyrirliðavalinu. Hann getur þó huggað sig við ávísun upp á 375 þúsund evrur eða rúmlega 56 milljónir króna sem hann fékk fyrir sigurinn um helgina. Þrír kylfingar úr Ryder-liði Evrópu tóku þátt í mótinu í Wales um síðustu helgi en heimamaðurinn Jamie Donaldson lék best þeirra og endaði að lokum jafn í fjórða sæti á 12 undir pari. Lee Westwood og Thomas Björn sigldu hins vegar lygnan sjó neðar á skortöflunni og enduðu mótið í kring um parið. Þá er gaman að geta þess að lengsta upphafshögg í sögu Evrópumótaraðarinnar var mælt í mótinu um helgina en þar var að verki Belginn högglangi Nicolas Colsaerts. Upphafshögg hans á 18. holu fór alls 409 metra en Colsaerts þurfti aðeins fleygjárn í annað högg á þessari par 5 holu. Golf Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Hollendingurinn Joost Luiten sigraði á Opna velska meistaramótinu sem fram fór á hinum glæsilega Celtic Manor velli og kláraðist um helgina. Luiten lék hringina fjóra á alls 14 höggum undir pari en sigurinn var þó langt í frá öruggur þar sem nokkrir kylfingar gerðu harða baráttu að honum á lokahringnum. Luiten hafði þó sigur með einu höggi en Shane Lowry frá Írlandi og Englendingurinn Tommy Fleetwood deildu öðru sætinu, einu höggi á eftir, á 13 höggum undir pari. Luiten var ekki langt frá því að spila sig inn í Ryder-lið Evrópu á dögunum en hann hlaut ekki náð fyrir augum fyrirliða liðsins, Paul McGinley, í fyrirliðavalinu. Hann getur þó huggað sig við ávísun upp á 375 þúsund evrur eða rúmlega 56 milljónir króna sem hann fékk fyrir sigurinn um helgina. Þrír kylfingar úr Ryder-liði Evrópu tóku þátt í mótinu í Wales um síðustu helgi en heimamaðurinn Jamie Donaldson lék best þeirra og endaði að lokum jafn í fjórða sæti á 12 undir pari. Lee Westwood og Thomas Björn sigldu hins vegar lygnan sjó neðar á skortöflunni og enduðu mótið í kring um parið. Þá er gaman að geta þess að lengsta upphafshögg í sögu Evrópumótaraðarinnar var mælt í mótinu um helgina en þar var að verki Belginn högglangi Nicolas Colsaerts. Upphafshögg hans á 18. holu fór alls 409 metra en Colsaerts þurfti aðeins fleygjárn í annað högg á þessari par 5 holu.
Golf Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira