Hvað er það sem togar erlenda veiðimenn til Íslands Karl Lúðvíksson skrifar 22. september 2014 17:03 Finnarnir Jykka og Joni með fallegan lax úr Langá í sumar Á hverju ári koma hundruðir erlendra veiðimanna til Íslands til að veiða bæði lax og silung ásamt því að njóta þess besta sem landið hefur upp á að bjóða. Hvað skyldi það samt vera sem togar erlenda veiðimenn til Íslands og suma ár eftir ár? Góð veiði er það sem stendur upp úr þegar rætt er við erlenda veiðimenn hér á landi um ástæður þess að þeir völdu Ísland sem áfangastað. Það er víða hægt að veiða meira t.d. í Alaska en þar er aðgengi og oft krókótt ferðalag innan fylkisins sem helst dregur úr áhuga manna að fara þangað árlega en margir hafa vissulega veitt þar. Það virðist litlu máli skipta þótt sum árin sé góð og önnur léleg hér á landi. Stór hópur þeirra sem koma hingað koma á hverju ári sama hvað tautar og raular og dæmi eru um að menn hafi haldið tryggð við sömu ánna í áratugi og sumir hafa meira að segja haft sömu leiðsögumennina allan þenna tíma. Eitt af því sem er líka góður plús í kladdann hjá veiðileyfasölum er metnaðurinn í matargerð í flestum veiðihúsunum en eins og allir veiðimenn vita getur góður matur bjargað lélegum veiðidegi og það voru margir þannig í sumar þannig að þeir sem koma aftur í árnar sem voru helst til rólegar eru kannski að einhverju leiti að lofa matinn sem var í viðkomandi veiðihúsi sumarið áður. En hluti af þessari skýringu er líka ástæða þess að hópur manna heldur tryggð við sína á í landinu og það er stöðugleikinn. Sérstaklega virðist þetta eiga við breska veiðimenn sem vilja öðru fremur vilja ganga að hlutunum vísum ár eftir ár og eru lítið hrifnir af miklum breytingum eða skipulagsleysi þá síst heldur. Það að maturinn sé góður ár eftir ár, þjónustan alltaf jafn góð, lítil rótering á leiðsögumönnum og svo vonandi yfirleitt góð veiði virðist vera uppskrift að því að fá sömu kúnnana í árnar ár eftir ár. Þeir erlendu veiðimenn sem rætt var við í sumar gáfu gestrisni Íslendinga yfirleitt mjög góða einkunn og hældu matnum sömuleiðis i flestum veiðihúsum þó undantekningar hafi auðvitað verið inn á milli en heilt yfir er það sambland af veiði, mat, náttúru, félagsskap og einhverri dularfullri tengingu sem margir þessarar veiðimanna virðast finna til landsins. Engin útskýrði það ítarlega eða yfirleitt vel en oft var haft á orði "Það er bara eitthvað sem ég get ekki útskýrt" og svo mörg voru þau orð. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Á hverju ári koma hundruðir erlendra veiðimanna til Íslands til að veiða bæði lax og silung ásamt því að njóta þess besta sem landið hefur upp á að bjóða. Hvað skyldi það samt vera sem togar erlenda veiðimenn til Íslands og suma ár eftir ár? Góð veiði er það sem stendur upp úr þegar rætt er við erlenda veiðimenn hér á landi um ástæður þess að þeir völdu Ísland sem áfangastað. Það er víða hægt að veiða meira t.d. í Alaska en þar er aðgengi og oft krókótt ferðalag innan fylkisins sem helst dregur úr áhuga manna að fara þangað árlega en margir hafa vissulega veitt þar. Það virðist litlu máli skipta þótt sum árin sé góð og önnur léleg hér á landi. Stór hópur þeirra sem koma hingað koma á hverju ári sama hvað tautar og raular og dæmi eru um að menn hafi haldið tryggð við sömu ánna í áratugi og sumir hafa meira að segja haft sömu leiðsögumennina allan þenna tíma. Eitt af því sem er líka góður plús í kladdann hjá veiðileyfasölum er metnaðurinn í matargerð í flestum veiðihúsunum en eins og allir veiðimenn vita getur góður matur bjargað lélegum veiðidegi og það voru margir þannig í sumar þannig að þeir sem koma aftur í árnar sem voru helst til rólegar eru kannski að einhverju leiti að lofa matinn sem var í viðkomandi veiðihúsi sumarið áður. En hluti af þessari skýringu er líka ástæða þess að hópur manna heldur tryggð við sína á í landinu og það er stöðugleikinn. Sérstaklega virðist þetta eiga við breska veiðimenn sem vilja öðru fremur vilja ganga að hlutunum vísum ár eftir ár og eru lítið hrifnir af miklum breytingum eða skipulagsleysi þá síst heldur. Það að maturinn sé góður ár eftir ár, þjónustan alltaf jafn góð, lítil rótering á leiðsögumönnum og svo vonandi yfirleitt góð veiði virðist vera uppskrift að því að fá sömu kúnnana í árnar ár eftir ár. Þeir erlendu veiðimenn sem rætt var við í sumar gáfu gestrisni Íslendinga yfirleitt mjög góða einkunn og hældu matnum sömuleiðis i flestum veiðihúsum þó undantekningar hafi auðvitað verið inn á milli en heilt yfir er það sambland af veiði, mat, náttúru, félagsskap og einhverri dularfullri tengingu sem margir þessarar veiðimanna virðast finna til landsins. Engin útskýrði það ítarlega eða yfirleitt vel en oft var haft á orði "Það er bara eitthvað sem ég get ekki útskýrt" og svo mörg voru þau orð.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði