Töfradúfan hræddi bíógesti 30. september 2014 17:00 Einar Mikael og Viktoría töfrakona með dúfurnar fjórar sem taka virkan þátt í Sýningu aldarinnar í Háskólabíói 23. og 26. október. Einar Mikael töframaður hefur þjálfað fjórar dúfur sem taka þátt í hinum ýmsu töfrabrögðum með honum. Þær leika þannig stórt hlutverk bæði í sjónvarpsþáttunum Töfrahetjurnar sem sýndir eru á Stöð 2 á föstudögum klukkan 18 en verða einnig áberandi á Sýningu aldarinnar sem fram fer í Háskólabíói 23. og 26. október. Dúfurnar hafa fylgt Einari Mikael lengi og kunna sitt fag. Hins vegar er með þær líkt og öll dýr að þær geta verið óútreiknanlegar. „Þegar við vorum að taka upp þættina í sumar flaug ein dúfan upp í rjáfur á Bíóhöllinni á Akranesi þar sem tökur fóru fram á daginn. Við ákváðum að leyfa henni að sitja þar þangað til henni þóknaðist sjálfri að koma niður. Um kvöldið var bíósýning í húsinu og á dagskrá var hryllingsmynd. Á ögurstundu í myndinni flaug dúfan niður og lenti á sviðinu og allur salurinn fékk áfall,“ segir Einar Mikael hlæjandi. Dúfunni varð ekki meint af og var í góðu yfirlæti hjá strákunum í Bíóhöllinni, fékk popp og beið þess að hefja tökur næsta dag.Viktoría töfrakona leikur töfralistir með hjálp dúfu.Sýning Aldarinnar frábær fjölskyldusýning sem samanstendur af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Sjónhverfingarnar í sýningunni eru á heimsmælikvarða, þar á meðal þekktasta sjónhverfing fyrr og síðar þar sem kona er söguð í sundur og meira segja fær einn heppinn áhorfandi úr sal að fljúga í lausu lofti. Sýningin inniheldur atriði sem hingað til hefur bara verið hægt að sjá í Las Vegas. Í sýningunni fá áhorfendur að sjá frábærar listir með hæfileikaríkum dýrum. Meðal dýra verður Amazon fuglar, hrafn og hundur. Eftir sýninguna gefst fólki kostur á að kaupa ýmsa töfrahluti fyrir upprennandi töframenn. Einnig gefst gestum tækifæri á að fá mynd af sér með Einari töframanni og Viktoríu töfrakonu. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband úr Sýningu aldarinnar en miða má kaupa á midi.is Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjasta bók Gunna Helga sprengir TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Sjá meira
Einar Mikael töframaður hefur þjálfað fjórar dúfur sem taka þátt í hinum ýmsu töfrabrögðum með honum. Þær leika þannig stórt hlutverk bæði í sjónvarpsþáttunum Töfrahetjurnar sem sýndir eru á Stöð 2 á föstudögum klukkan 18 en verða einnig áberandi á Sýningu aldarinnar sem fram fer í Háskólabíói 23. og 26. október. Dúfurnar hafa fylgt Einari Mikael lengi og kunna sitt fag. Hins vegar er með þær líkt og öll dýr að þær geta verið óútreiknanlegar. „Þegar við vorum að taka upp þættina í sumar flaug ein dúfan upp í rjáfur á Bíóhöllinni á Akranesi þar sem tökur fóru fram á daginn. Við ákváðum að leyfa henni að sitja þar þangað til henni þóknaðist sjálfri að koma niður. Um kvöldið var bíósýning í húsinu og á dagskrá var hryllingsmynd. Á ögurstundu í myndinni flaug dúfan niður og lenti á sviðinu og allur salurinn fékk áfall,“ segir Einar Mikael hlæjandi. Dúfunni varð ekki meint af og var í góðu yfirlæti hjá strákunum í Bíóhöllinni, fékk popp og beið þess að hefja tökur næsta dag.Viktoría töfrakona leikur töfralistir með hjálp dúfu.Sýning Aldarinnar frábær fjölskyldusýning sem samanstendur af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Sjónhverfingarnar í sýningunni eru á heimsmælikvarða, þar á meðal þekktasta sjónhverfing fyrr og síðar þar sem kona er söguð í sundur og meira segja fær einn heppinn áhorfandi úr sal að fljúga í lausu lofti. Sýningin inniheldur atriði sem hingað til hefur bara verið hægt að sjá í Las Vegas. Í sýningunni fá áhorfendur að sjá frábærar listir með hæfileikaríkum dýrum. Meðal dýra verður Amazon fuglar, hrafn og hundur. Eftir sýninguna gefst fólki kostur á að kaupa ýmsa töfrahluti fyrir upprennandi töframenn. Einnig gefst gestum tækifæri á að fá mynd af sér með Einari töframanni og Viktoríu töfrakonu. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband úr Sýningu aldarinnar en miða má kaupa á midi.is
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjasta bók Gunna Helga sprengir TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Sjá meira