Dhani flutti lög af plötunni All Things Must Pass sem George gaf út árið 1970 og settist síðan niður hjá Conan og spjallaði um hvernig hann heldur nafni föður síns á lofti.
Dhani kvæntist hinni íslensku Sólveigu Káradóttur, fyrrverandi fyrirsætu og menntuðum sálfræðingi, árið 2012.
Aðrir sem hafa heiðrað minningu George hjá Conan eru Beck, Paul Simon og Norah Jones.