Orri Þórðarson verður næsti þjálfari kvennaliðs FH í fótbolta, en leikmönnum liðsins var tilkynnt þetta í gær. Þetta kemur fram á Fótbolta.net í dag.
Orri, sem stýrði kvennaliði FH sumarið 2007, tekur við þjálfarastöðunni af Þórði Jenssyni, en FH féll í 1. deild undir hans stjórn í sumar.
Orri, sem hefur þjálfað hjá FH um margra ára skeið, stýrði 3. flokki karla í sumar, auk þess að vera yfirþjálfari yngri flokka Fimleikafélagsins.
Nýr þjálfari hjá kvennaliði FH
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
