Shadow of Mordor: Líf og fjör í landi skugganna Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2014 12:30 Að spila leikinn Middle Earth: Shadow of Mordor er fyrst og fremst mikil skemmtun. Svokallað Nemesis kerfi gerir hverja spilun öðruvísi en aðrar. Það sem vantar þó í leikinn er eftirfylgni. Markmið leiksins er að byggja upp her orka frá Mordor, en þegar herinn er klár hefur maður lítið sem ekkert við hann að gera. Í raun eru fyrstu klukkutímarnir skemmtilegasti hluti leiksins. Maður tekur varla eftir því þegar leikurinn klárast, en Þó tekur maður eftir því að leikurinn gerir manni ljóst að líklega muni framhaldsleikur líta dagsins ljós. Eins og nafnið gefur til kynna er leikurinn byggður á sögum J. R. R. Tolkien um Hobbitana Bilbo og Frodo Baggins. Réttast er þó að segja að saga leiksins sé lauslega byggð á sögum Tolkien og á hún að gerast á milli Hobbitans og Hringadróttinssögu.Trailer Í útlegð frá dauðanum Söguhetja leiksins heitir Talion og hlutverk hans sem hermaður í þjónustu Gondor er að verja Svarta Hliðið að Mordor sem áður var ríki Sauron. Í byrjun leiksins er gerð árás á Svarta hliðið og fellur Talion í henni á eftirminnilegan hátt. Án þess að skemma fyrir varðandi söguþráð leiksins, þá snýr Talion aftur og er andsetinn af draugi minnislauss álfs. Þannig öðlast Talion marga nýja krafta og hæfileika. Þar með talin er sá hæfileiki að stjórna orkum. Þannig ætla Talion og minnislausi álfurinn að safna saman her til að berjast við herforingja SauronLeikurinn er eins og áður segir mjög skemmtilegur. Það er alltaf nóg um að vera. Það er áhugavert að spila á metorðastiga orkanna, með því að taka stjórn yfir orkum og hjálpa þeim að hækka upp stigann með því að hjálpa þeim að leysa verkefni og stráfella alla fyrir ofan þá. Snemma í fyrstu spilun minni var ég að fela mig í runna og fylgjast með hópi þrælahaldara. Þá laumast aftan að mér orki sem hefur sig á tal við mig. Hann er svokallaður kafteinn og byrjar á því að hreyta í mig hinum ýmsa dónaskap og segist ætla að gera útaf við mig. Hann gerði það svo sannarlega. Þar sem Talion er að mestu ódauðlegur snýr maður alltaf aftur eftir dauðann, en orkinn sem gerði útaf við mig hækkaði í tign og fékk betri brynju. Því var hann erfiðari viðureignar næst þegar við hittumst. Í fyrstu var hann nú mjög hissa á því að ég væri mættur aftur.Samanburður á graffík Sakaðir um að stela kóða úr Assassins Creed Margir hverjir hafa viljað halda því fram að leikurinn sé líkur Assassins Creed leikjunum. Einn af forriturum AC sakaði framleiðendur SOM, Monolith Prodoctions, um að hafa stolið kóða úr AC. Um leið og leikurinn kom út og spilarar gátu prófað SOM kom þó í ljós að svo var ekki og mikill munur er á klifri Talion, söguhetju Shadow of Mordor, og Ezio Auditore.Talion á margt sameiginlegt með Batman Helst er hægt að líkja hreyfingum Talion við Bruce Wayne, eða Batman. Shadow of Mordor er gefinn út af Warner Brothers, eins og Batman leikirnir. Bardagar í SOM ganga að miklu leyti út á að ná eins mörgum höggum á hermenn Sauron án þess að þeir nái höggum á þig. Með því að safna upp höggum er hægt að gera ýmis brögð sem auðvelda manni að komast í gegnum bardaga. Ég er tilbúinn til að halda því fram að ef spilarar eru ekki að afhöfða minnst tvo orka á mínútu, eru þeir að gera eitthvað vitlaust.Middle Earth: Shadow of Mordor er hinn fínasti leikur og endurspilunargildi hans er mikið. Leikurinn hefur þegar selst betur en allrir aðrir leikir sem byggja á Hringadróttinssögu og líklega mun framhald líta dagsins ljós. Hann er mjög skemmtilegur í spilun, sem er hröð og með góðu flæði. Talsetning leiksins er góð og sagan er sæmileg. Það hefði þó mátt gera meira úr sögunni og það er ekki laust við að hún sé sett fram af fljótfærni. Hún er þó einungis farþegi stórskemmtilegrar spilunar. Blaðamenn Gamespot segja sögur sínar úr leiknum Leikjavísir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Að spila leikinn Middle Earth: Shadow of Mordor er fyrst og fremst mikil skemmtun. Svokallað Nemesis kerfi gerir hverja spilun öðruvísi en aðrar. Það sem vantar þó í leikinn er eftirfylgni. Markmið leiksins er að byggja upp her orka frá Mordor, en þegar herinn er klár hefur maður lítið sem ekkert við hann að gera. Í raun eru fyrstu klukkutímarnir skemmtilegasti hluti leiksins. Maður tekur varla eftir því þegar leikurinn klárast, en Þó tekur maður eftir því að leikurinn gerir manni ljóst að líklega muni framhaldsleikur líta dagsins ljós. Eins og nafnið gefur til kynna er leikurinn byggður á sögum J. R. R. Tolkien um Hobbitana Bilbo og Frodo Baggins. Réttast er þó að segja að saga leiksins sé lauslega byggð á sögum Tolkien og á hún að gerast á milli Hobbitans og Hringadróttinssögu.Trailer Í útlegð frá dauðanum Söguhetja leiksins heitir Talion og hlutverk hans sem hermaður í þjónustu Gondor er að verja Svarta Hliðið að Mordor sem áður var ríki Sauron. Í byrjun leiksins er gerð árás á Svarta hliðið og fellur Talion í henni á eftirminnilegan hátt. Án þess að skemma fyrir varðandi söguþráð leiksins, þá snýr Talion aftur og er andsetinn af draugi minnislauss álfs. Þannig öðlast Talion marga nýja krafta og hæfileika. Þar með talin er sá hæfileiki að stjórna orkum. Þannig ætla Talion og minnislausi álfurinn að safna saman her til að berjast við herforingja SauronLeikurinn er eins og áður segir mjög skemmtilegur. Það er alltaf nóg um að vera. Það er áhugavert að spila á metorðastiga orkanna, með því að taka stjórn yfir orkum og hjálpa þeim að hækka upp stigann með því að hjálpa þeim að leysa verkefni og stráfella alla fyrir ofan þá. Snemma í fyrstu spilun minni var ég að fela mig í runna og fylgjast með hópi þrælahaldara. Þá laumast aftan að mér orki sem hefur sig á tal við mig. Hann er svokallaður kafteinn og byrjar á því að hreyta í mig hinum ýmsa dónaskap og segist ætla að gera útaf við mig. Hann gerði það svo sannarlega. Þar sem Talion er að mestu ódauðlegur snýr maður alltaf aftur eftir dauðann, en orkinn sem gerði útaf við mig hækkaði í tign og fékk betri brynju. Því var hann erfiðari viðureignar næst þegar við hittumst. Í fyrstu var hann nú mjög hissa á því að ég væri mættur aftur.Samanburður á graffík Sakaðir um að stela kóða úr Assassins Creed Margir hverjir hafa viljað halda því fram að leikurinn sé líkur Assassins Creed leikjunum. Einn af forriturum AC sakaði framleiðendur SOM, Monolith Prodoctions, um að hafa stolið kóða úr AC. Um leið og leikurinn kom út og spilarar gátu prófað SOM kom þó í ljós að svo var ekki og mikill munur er á klifri Talion, söguhetju Shadow of Mordor, og Ezio Auditore.Talion á margt sameiginlegt með Batman Helst er hægt að líkja hreyfingum Talion við Bruce Wayne, eða Batman. Shadow of Mordor er gefinn út af Warner Brothers, eins og Batman leikirnir. Bardagar í SOM ganga að miklu leyti út á að ná eins mörgum höggum á hermenn Sauron án þess að þeir nái höggum á þig. Með því að safna upp höggum er hægt að gera ýmis brögð sem auðvelda manni að komast í gegnum bardaga. Ég er tilbúinn til að halda því fram að ef spilarar eru ekki að afhöfða minnst tvo orka á mínútu, eru þeir að gera eitthvað vitlaust.Middle Earth: Shadow of Mordor er hinn fínasti leikur og endurspilunargildi hans er mikið. Leikurinn hefur þegar selst betur en allrir aðrir leikir sem byggja á Hringadróttinssögu og líklega mun framhald líta dagsins ljós. Hann er mjög skemmtilegur í spilun, sem er hröð og með góðu flæði. Talsetning leiksins er góð og sagan er sæmileg. Það hefði þó mátt gera meira úr sögunni og það er ekki laust við að hún sé sett fram af fljótfærni. Hún er þó einungis farþegi stórskemmtilegrar spilunar. Blaðamenn Gamespot segja sögur sínar úr leiknum
Leikjavísir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira