Leita að Íslendingum sem spila á japanska flautu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2014 13:47 Strákarnir í Major Pink. „Við erum að reyna að gera eitthvað nýtt. Við vildum bæta einhverju við tónlistina til að gera þetta áhugavert,“ segir Gunnar Ingi. Hann skipar hljómsveitina Major Pink ásamt Daníeli Guðnasyni en Major Pink er meira en bara nafn á hljómsveit. „Major Pink er sögupersóna, gamall hermaður sem fer út í tónlist til að betrumbæta tónlistarheiminn. Á þeim tíma sem hann lifir er heimurinn að fara til fjandans eftir kjarnorkustríð og tónlist er eina sem eftir er,“ segir Daníel. Þeir Gunnar Ingi eru búnir að vera vinir síðan þeir voru átta ára en eru 21 árs í dag. „Við stofnuðum hljómsveit í 9. bekk í grunnskóla sem hét Major Pink Disaster sem þróaðist út í þessa hljómsveit. Við erum búnir að vera að semja lögin sjálfir síðan árið 2012 og erum alltaf með bassa- og gítarleikara með okkur þegar við spilum á tónleikum.“ Sveitin gaf nýverið frá sér lagið It‘s Gonne Be Alright, til að fylgja eftir laginu Hope sem var afar vinsælt í sumar. Ef hlustað er vel á nýja lagið eftir flautuhljóðum í laginu má heyra spilað á japönsku flautuna okarinu sem margir þekkja úr tölvuleiknum Zelda. Af hverju ákváðu drengirnir að nota okarinu í laginu? „Zelda er uppáhaldstölvuleikurinn okkar og við spiluðum hann alla okkar æsku. Í þeim tölvuleik er þetta hljóðfæri í forgrunni og við tengdum mikið við þetta. Við keyptum okkur okarinu á eBay og erum að læra á þetta hljóðfæri sjálfir,“ segir Gunnar Ingi en þeir Daníel leita nú að okarinuleikurum. „Við höfum ekki hugmynd um hvort það eru einhverjir okarinuleikarar á landinu. Okkur langar að setja saman okarinusveit á tónleikum hjá okkur. Við viljum fá eins marga okarinuleikara og við getum,“ bætir Gunnar Ingi við en áhugasamir okarinuleikarar geta haft samband við tónlistarmennina í gegnum Facebook eða á tölvupóstfangið majorpinkband@gmail.com. Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Við erum að reyna að gera eitthvað nýtt. Við vildum bæta einhverju við tónlistina til að gera þetta áhugavert,“ segir Gunnar Ingi. Hann skipar hljómsveitina Major Pink ásamt Daníeli Guðnasyni en Major Pink er meira en bara nafn á hljómsveit. „Major Pink er sögupersóna, gamall hermaður sem fer út í tónlist til að betrumbæta tónlistarheiminn. Á þeim tíma sem hann lifir er heimurinn að fara til fjandans eftir kjarnorkustríð og tónlist er eina sem eftir er,“ segir Daníel. Þeir Gunnar Ingi eru búnir að vera vinir síðan þeir voru átta ára en eru 21 árs í dag. „Við stofnuðum hljómsveit í 9. bekk í grunnskóla sem hét Major Pink Disaster sem þróaðist út í þessa hljómsveit. Við erum búnir að vera að semja lögin sjálfir síðan árið 2012 og erum alltaf með bassa- og gítarleikara með okkur þegar við spilum á tónleikum.“ Sveitin gaf nýverið frá sér lagið It‘s Gonne Be Alright, til að fylgja eftir laginu Hope sem var afar vinsælt í sumar. Ef hlustað er vel á nýja lagið eftir flautuhljóðum í laginu má heyra spilað á japönsku flautuna okarinu sem margir þekkja úr tölvuleiknum Zelda. Af hverju ákváðu drengirnir að nota okarinu í laginu? „Zelda er uppáhaldstölvuleikurinn okkar og við spiluðum hann alla okkar æsku. Í þeim tölvuleik er þetta hljóðfæri í forgrunni og við tengdum mikið við þetta. Við keyptum okkur okarinu á eBay og erum að læra á þetta hljóðfæri sjálfir,“ segir Gunnar Ingi en þeir Daníel leita nú að okarinuleikurum. „Við höfum ekki hugmynd um hvort það eru einhverjir okarinuleikarar á landinu. Okkur langar að setja saman okarinusveit á tónleikum hjá okkur. Við viljum fá eins marga okarinuleikara og við getum,“ bætir Gunnar Ingi við en áhugasamir okarinuleikarar geta haft samband við tónlistarmennina í gegnum Facebook eða á tölvupóstfangið majorpinkband@gmail.com.
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira