Leita að Íslendingum sem spila á japanska flautu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2014 13:47 Strákarnir í Major Pink. „Við erum að reyna að gera eitthvað nýtt. Við vildum bæta einhverju við tónlistina til að gera þetta áhugavert,“ segir Gunnar Ingi. Hann skipar hljómsveitina Major Pink ásamt Daníeli Guðnasyni en Major Pink er meira en bara nafn á hljómsveit. „Major Pink er sögupersóna, gamall hermaður sem fer út í tónlist til að betrumbæta tónlistarheiminn. Á þeim tíma sem hann lifir er heimurinn að fara til fjandans eftir kjarnorkustríð og tónlist er eina sem eftir er,“ segir Daníel. Þeir Gunnar Ingi eru búnir að vera vinir síðan þeir voru átta ára en eru 21 árs í dag. „Við stofnuðum hljómsveit í 9. bekk í grunnskóla sem hét Major Pink Disaster sem þróaðist út í þessa hljómsveit. Við erum búnir að vera að semja lögin sjálfir síðan árið 2012 og erum alltaf með bassa- og gítarleikara með okkur þegar við spilum á tónleikum.“ Sveitin gaf nýverið frá sér lagið It‘s Gonne Be Alright, til að fylgja eftir laginu Hope sem var afar vinsælt í sumar. Ef hlustað er vel á nýja lagið eftir flautuhljóðum í laginu má heyra spilað á japönsku flautuna okarinu sem margir þekkja úr tölvuleiknum Zelda. Af hverju ákváðu drengirnir að nota okarinu í laginu? „Zelda er uppáhaldstölvuleikurinn okkar og við spiluðum hann alla okkar æsku. Í þeim tölvuleik er þetta hljóðfæri í forgrunni og við tengdum mikið við þetta. Við keyptum okkur okarinu á eBay og erum að læra á þetta hljóðfæri sjálfir,“ segir Gunnar Ingi en þeir Daníel leita nú að okarinuleikurum. „Við höfum ekki hugmynd um hvort það eru einhverjir okarinuleikarar á landinu. Okkur langar að setja saman okarinusveit á tónleikum hjá okkur. Við viljum fá eins marga okarinuleikara og við getum,“ bætir Gunnar Ingi við en áhugasamir okarinuleikarar geta haft samband við tónlistarmennina í gegnum Facebook eða á tölvupóstfangið majorpinkband@gmail.com. Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við erum að reyna að gera eitthvað nýtt. Við vildum bæta einhverju við tónlistina til að gera þetta áhugavert,“ segir Gunnar Ingi. Hann skipar hljómsveitina Major Pink ásamt Daníeli Guðnasyni en Major Pink er meira en bara nafn á hljómsveit. „Major Pink er sögupersóna, gamall hermaður sem fer út í tónlist til að betrumbæta tónlistarheiminn. Á þeim tíma sem hann lifir er heimurinn að fara til fjandans eftir kjarnorkustríð og tónlist er eina sem eftir er,“ segir Daníel. Þeir Gunnar Ingi eru búnir að vera vinir síðan þeir voru átta ára en eru 21 árs í dag. „Við stofnuðum hljómsveit í 9. bekk í grunnskóla sem hét Major Pink Disaster sem þróaðist út í þessa hljómsveit. Við erum búnir að vera að semja lögin sjálfir síðan árið 2012 og erum alltaf með bassa- og gítarleikara með okkur þegar við spilum á tónleikum.“ Sveitin gaf nýverið frá sér lagið It‘s Gonne Be Alright, til að fylgja eftir laginu Hope sem var afar vinsælt í sumar. Ef hlustað er vel á nýja lagið eftir flautuhljóðum í laginu má heyra spilað á japönsku flautuna okarinu sem margir þekkja úr tölvuleiknum Zelda. Af hverju ákváðu drengirnir að nota okarinu í laginu? „Zelda er uppáhaldstölvuleikurinn okkar og við spiluðum hann alla okkar æsku. Í þeim tölvuleik er þetta hljóðfæri í forgrunni og við tengdum mikið við þetta. Við keyptum okkur okarinu á eBay og erum að læra á þetta hljóðfæri sjálfir,“ segir Gunnar Ingi en þeir Daníel leita nú að okarinuleikurum. „Við höfum ekki hugmynd um hvort það eru einhverjir okarinuleikarar á landinu. Okkur langar að setja saman okarinusveit á tónleikum hjá okkur. Við viljum fá eins marga okarinuleikara og við getum,“ bætir Gunnar Ingi við en áhugasamir okarinuleikarar geta haft samband við tónlistarmennina í gegnum Facebook eða á tölvupóstfangið majorpinkband@gmail.com.
Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira