Fallegur dagur í haustveiði í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 8. október 2014 19:51 Það var góður dagur til veiða í dag í Rangárþingi enda skein sólin bjart í gegnum bleikt gosmistrið og hlýindi í lofti komu laxinum aðeins í gang. Dagurinn í dag byrjaði þó með nokkuð hvössum streng úr norðri sem gekk þó hratt niður og um 11 leitið í morgun var komið blankalogn. Greinarhöfundur hefur haft það til siðs að klára sumarið í Ytri Rangá í byrjun október enda veiðivon ennþá góð og verð á veiðileyfum sérstaklega hagstætt. Upphaflega planið var að njóta dagsins með flugustöng að vopni en harðsperrur vegna rögsemi í líkamsræktinni daginn áður komu þó hressilega í veg fyrir það þar sem líkaminn hafnaði að koma höndum ofar en upp að miðri bringu nema kvarta með tilheyrandi verkjum. Þá er gripið til þess ráðs að brúka orminn langa og veiða í rólegheitum. Það var líf á flestum veiðistöðum sem veiðimenn bleyttu færi í dag en mest líf var þó á dæmigerðum stöðum eins og Klöpp, Fossbreiðu, 17 1/2, Hrafnatóftum, Hellisey og síðast en ekki síst við Tjarnarbreiðu sem virðist halda mikið af fiski þessa dagana. Þar komu þrír á land í morgun og nokkrir sluppu af flugum veiðimanna. Við Hellisey tók risalax með svo miklum látum að undirrituðum var nokkuð brugðið því laxinn stökk næstum því á stöngina eftir að hafa tekið maðkinn um leið og hann datt í ánna. Engin taka fannst því laxinn er að stökkva að mér og helmingurinn af línunni ennþá á leiðinni niður ánna en laxinn á leiðinni upp. Svo sést að línan fer að beygja í humátt á eftir fiskinum og þá er tekið á honum. Hann trylltist við það sama og tók rokur út í ánna og upp eftir Hellisey með veiðimanninn á eftir sér. Laxinn, sem var leginn hængur líklega um metri að lengd, sýndi sig síðan oft og iðullega með tígulegum stökkum í ánni. Þetta stórhveli gerir síðan hið óvænta en það er að synda bara aftur í faðm veiðimannsins og stoppaði ekki nema tvo metra frá fótum hans á kannski meters dýpi svo auðvelt var að sjá hvað laxinn var stór. En uppá þurrt vildi hann ekki og eftir nokkrar ákveðnar rokur og kippi var hann laus allra mála og hvarf í ánna. Það tekur hann bara einhver annar. Það er hægt að gera fína hluti í ánni þessa dagana þar sem veðrið virðist loksins hafa stillt sig inná sumar, sem er mjög heppilegt svona í byrjun vetrar og veiðidellan ekki alveg búin að fá nóg. Í dag voru komnir 2897 laxar úr Ytri Rangá og ekki óvarlegt að áætla að hún endi um eða yfir 3000 laxa þegar upp er staðið. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Það var góður dagur til veiða í dag í Rangárþingi enda skein sólin bjart í gegnum bleikt gosmistrið og hlýindi í lofti komu laxinum aðeins í gang. Dagurinn í dag byrjaði þó með nokkuð hvössum streng úr norðri sem gekk þó hratt niður og um 11 leitið í morgun var komið blankalogn. Greinarhöfundur hefur haft það til siðs að klára sumarið í Ytri Rangá í byrjun október enda veiðivon ennþá góð og verð á veiðileyfum sérstaklega hagstætt. Upphaflega planið var að njóta dagsins með flugustöng að vopni en harðsperrur vegna rögsemi í líkamsræktinni daginn áður komu þó hressilega í veg fyrir það þar sem líkaminn hafnaði að koma höndum ofar en upp að miðri bringu nema kvarta með tilheyrandi verkjum. Þá er gripið til þess ráðs að brúka orminn langa og veiða í rólegheitum. Það var líf á flestum veiðistöðum sem veiðimenn bleyttu færi í dag en mest líf var þó á dæmigerðum stöðum eins og Klöpp, Fossbreiðu, 17 1/2, Hrafnatóftum, Hellisey og síðast en ekki síst við Tjarnarbreiðu sem virðist halda mikið af fiski þessa dagana. Þar komu þrír á land í morgun og nokkrir sluppu af flugum veiðimanna. Við Hellisey tók risalax með svo miklum látum að undirrituðum var nokkuð brugðið því laxinn stökk næstum því á stöngina eftir að hafa tekið maðkinn um leið og hann datt í ánna. Engin taka fannst því laxinn er að stökkva að mér og helmingurinn af línunni ennþá á leiðinni niður ánna en laxinn á leiðinni upp. Svo sést að línan fer að beygja í humátt á eftir fiskinum og þá er tekið á honum. Hann trylltist við það sama og tók rokur út í ánna og upp eftir Hellisey með veiðimanninn á eftir sér. Laxinn, sem var leginn hængur líklega um metri að lengd, sýndi sig síðan oft og iðullega með tígulegum stökkum í ánni. Þetta stórhveli gerir síðan hið óvænta en það er að synda bara aftur í faðm veiðimannsins og stoppaði ekki nema tvo metra frá fótum hans á kannski meters dýpi svo auðvelt var að sjá hvað laxinn var stór. En uppá þurrt vildi hann ekki og eftir nokkrar ákveðnar rokur og kippi var hann laus allra mála og hvarf í ánna. Það tekur hann bara einhver annar. Það er hægt að gera fína hluti í ánni þessa dagana þar sem veðrið virðist loksins hafa stillt sig inná sumar, sem er mjög heppilegt svona í byrjun vetrar og veiðidellan ekki alveg búin að fá nóg. Í dag voru komnir 2897 laxar úr Ytri Rangá og ekki óvarlegt að áætla að hún endi um eða yfir 3000 laxa þegar upp er staðið.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði