Veiði

Gæsaveiðin gengur vel og nóg af fugli

Karl Lúðvíksson skrifar
Gæsaveiðin hófst 20. ágúst en flestir veiðimenn virðast þó ekki fara af stað fyrr en um miðjan september og veiða alveg fram í nóvember.

Heiðagæsin fer fyrst af landi brott svo mest áhersla er gjarnan lögð á að veiða hafa frá opnun tímabils fram til septemberloka en um þann tíma er mest af henni farin af landi.  Grágæsin fer síðan að safnast saman á tún og akra í oft gífurlega miklu magni sem getur talið þusundir fugla á einum akri.  Það er á þeim tíma sem gæsaskyttur sækja í fuglinn sem þá hefur bætt verulega á sig og er orðinn feitur og bústinn, sannkallaður veislumatur.  Gæsaskyttur sem hafa verið að skjóta í Skagafirði hafa gert það gott flesta daga sem veður leyfir og algengt að heyra 20-30 gæsir á tvær byssur í einu morgunflugi.  Sumir veiði meira en flestir gæta hófs í sínum veiðum og erum eingöngu að veiða í sig og sína.

Nokkrar skyttur eru þó að skjóta og selja t.d. til veitingastaða og hótela og einn af þeim hópum sem við höfum haft spurnir af eru komnir með um 1500 fugla frá 20. ágúst og það er allt selt og meira sem þarf að skjóta því meira er pantað.  Þessar skyttur hafa mest skotið af gæs á ökrum og túnum þar sem hún veldur miklum skaða á ótrúlega skömmum tíma.  Gæsastofnanir sem hér eru veiddir hafa fjölgað sér mikið, fyrir utan blesgæsina, og þrátt fyrir að mikið sé sótt í gæsaveiði virðast veiðarnar hafa lítil sem engin áhrif á stofnstærð.  Á meðan vel viðrar og gæsin er í nægu æti er fuglinn ekkert að flýta sér af landi brott svo það er ennþá nægur tími fyrir þá sem eiga eftir að ná sér í áramótagæsina.






×