Miðar á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves seldust upp í dag en hátíðin fer fram 5. til 9. nóvember.
Þetta er í sextánda sinn sem hátíðin er haldin en alls koma 220 listamenn fram á tólf tónleikastöðum í miðborginni á meðan á hátíðinni stendur.
Helstu tónlistarmenn sem troða upp á Iceland Airwaves í ár eru Flaming Lips, The Knife, The War on Drugs, Caribou, Ásgeir, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, Anna Calvi, How To Dress Well, Sin Fang, Hozier, Sóley og FM Belfast.
Þeir sem nældu sér í miða geta náð í Iceland Airwaves-appið og sett saman eigin dagskrá. Þeir sem náðu ekki að tryggja sér miða þurfa ekki að örvænta því „off-venue“-dagskrá hátíðarinnar er opin öllum og ókeypis en hún verður kynnt á næstunni.
Uppselt á Airwaves

Tengdar fréttir

The Knife hættir eftir tónleikana í Reykjavík
"Okkur ber ekki skylda til að halda áfram, þetta ætti eingöngu og alltaf að vera gaman.“

Nýja Airwaves-appið tilbúið
Appið gerir notendum kleift að skoða dagskrá hátíðarinnar, setja saman eigin dagskrá og margt fleira.

Dagskrá Iceland Airwaves kynnt í dag
Upplýsingar um app hátíðarinnar er væntanlegt innan skamms.

Flottir listamenn á Iceland Airwaves
Tilnefningar til hinna virtu Mercury-verðlauna á Englandi voru kunngjörðar á dögunum og vekur athygli að þrjár af tólf plötum eru eftir listamenn sem koma fram á Iceland Airwaves í ár.