Tónlist

Dillalude á Kex í kvöld

Hljómsveitin Dillalude heldur tónleika á Kex Hostel við Skúlagötu klukkan 21 í kvöld.

Dillalude er fjögurra manna instrumental hip hop sveit úr Reykjavík og er hún óður meðlima til pródúsentsins J Dilla.

J Dilla þykir einn af merkustu hip hop pródúsentum samtímans og féll hann frá langt um aldur fram fyrir átta árum. Þekktastur var hann fyrir að starfa með tónlistarmönnum á borð við Common, Erykah Badu, A Tribe Called Quest, Janet Jackson, Madlib og De La Soul.

Meðlimir Dillalude eru fjórir; Ari Bragi Kárason, Benedikt Freyr Jónsson, Magnús Trygvason Elíassen og Steingrímur Teague.

Þeir hafa komið víða við á tónlistarsviðinu og spila meðal annars með sveitum á borð við Moses Hightower, Forgotten Lores, Tilbury og Amiina.

Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband frá því þegar sveitin spilaði í Lucky Records við Rauðarárstíg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×