Gera bíómynd byggða á Tetris leiknum Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2014 12:31 Mynd/Tetris.com Fyrirtækið Tetris mun ásamt Threshold Entertainment gera kvikmynd byggða á tölvuleiknum Tetris. Um er að ræða „epískan vísindaskáldskap“ samkvæmt Larry Kasanoff hjá Threshold. Hann mun framleiða myndina, en fyrirtækið framleiddi einnig kvikmyndir sem byggðar voru á Mortal Kombat leikjunum. Í ár er 30 ára afmæli Tetris leiksins. „Það sem byrjaði sem einfaldur tölvuleikur fyrir 30 árum er í dag stór hluti af heiminum og tengir saman fólk á öllum aldri. Leikurinn fæðir þá þörf okkar að skapa röð og reglu úr óreiðu,“ segir Henk Rogers, framkvæmdastjóri Tetris, í tilkynningu. „Við hlökkum til samstarfsins við Treshold Entertainment við að endurskapa þá upplifun og að færa stórkostlegan og nýjan Tetris heim á stjóra tjaldið. Í þessum nýja heimi verður fólki ljóst að það er meira að baki Tetris en að þurrka út heilar línur.“Hér má sjá grínstiklu fyrir ímyndaða Tetris mynd. Leikjavísir Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Fyrirtækið Tetris mun ásamt Threshold Entertainment gera kvikmynd byggða á tölvuleiknum Tetris. Um er að ræða „epískan vísindaskáldskap“ samkvæmt Larry Kasanoff hjá Threshold. Hann mun framleiða myndina, en fyrirtækið framleiddi einnig kvikmyndir sem byggðar voru á Mortal Kombat leikjunum. Í ár er 30 ára afmæli Tetris leiksins. „Það sem byrjaði sem einfaldur tölvuleikur fyrir 30 árum er í dag stór hluti af heiminum og tengir saman fólk á öllum aldri. Leikurinn fæðir þá þörf okkar að skapa röð og reglu úr óreiðu,“ segir Henk Rogers, framkvæmdastjóri Tetris, í tilkynningu. „Við hlökkum til samstarfsins við Treshold Entertainment við að endurskapa þá upplifun og að færa stórkostlegan og nýjan Tetris heim á stjóra tjaldið. Í þessum nýja heimi verður fólki ljóst að það er meira að baki Tetris en að þurrka út heilar línur.“Hér má sjá grínstiklu fyrir ímyndaða Tetris mynd.
Leikjavísir Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira