Handbolti

HK vann í Kaplakrika

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Valli
Einn leikur fór fram í Olís-deild kvenna í gærkvöldi, en HK lagði þá FH að velli í Kaplakrika. HK-liðið var sterkara allan leikinn.

HK leiddi í hálfleik 13-8 og vann svo að lokum þriggja marka sigur, 25-22. Með sigrinum fór HK í 6 stig á meðan FH er einungis með 3 stig.

Skyttan unga og efnilega Þórhildur Braga Þórðardóttir skoraði sex mörk fyrir HK, en Aníta Mjöll Ægisdóttir skyttan í liði FH skoraði einnig sex mörk.

Markaskorar FH: Aníta Mjöll Ægis­dótt­ir 6, Heiðdís Rún Guðmunds­dótt­ir 5, Stein­unn Snorra­dótt­ir 4, Ingi­björg Pálma­dótt­ir 3, Sara Kristjáns­dótt­ir 2, Elín Ósk Jóhannsdóttir 1 og Arn­heiður Guðmunds­dótt­ir 1.

Markaskorarar HK: Þór­hild­ur Braga Þórðardótt­ir 6, Hulda Tryggva­dótt­ir 4, Sól­ey Ívars­dótt­ir 4, Emma Havin Sar­d­ar­dótt­ir 2, Gerður Ar­in­bjarn­ar 2, Heiðrún Björk Helga­dótt­ir 2, Val­gerður Ýr Þorsteinsdótt­ir 2, Eva Hrund Harðardótt­ir 1, Sig­ríður Hauks­dótt­ir 1 og Na­tal­ía María Helen Ægis­dótt­ir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×