Þetta eru tíu bestu skyndibitastaðirnir í Reykjavík Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2014 11:15 Lífið á Vísi fékk nokkra álitsgjafa, og mikla matgæðinga, til að velja bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Noodle Station sigraði með nokkrum yfirburðum en í næstu sætunum á eftir eru Hamborgarabúllan, KFC og Bæjarins Bestu. Hér á eftir fylgir listi yfir tíu bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu, að mati álitsgjafa Lífsins.1. sætiNoodle Station „Þótt mér finnist þeir vera búnir að hækka verðið sitt aðeins of mikið breytir það því ekki að þetta er eitt af því allra besta sem ég fæ. Enginn biðtími, fæ mér kjúklingasúpu og „extra spicy“ og það er eitthvað „X Factor“ í bragðinu sem lætur mann langa í meira og meira. Ég er orðin sjúklega svangur núna.“ „Ég panta mér yfirleitt grænmetissúpuna, miðlungssterka, en annars er matseðillinn náttúrulega ekki flókinn, þrír réttir, þetta er bara basic.“ „Afgreiðslan er svo hröð að það tekur því ekki að drepa á bílnum, þjónustan er frábær - brosin ósvikin, verðið gott og súpurnar sjóðandi heitar og sjúklega góðar.“ „Þetta er staður sem ég elska og konan líka. Besta núðlusúpan á landinu. Geggjað á köldum vetrarkvöldum og ekki skemmir að þau eru mjög sanngjörn í verði.“ „Noodle station er ávanabindandi. Ilmurinn nær yfir hálfan Skólavörðustíg og það er mjög erfitt að labba framhjà staðnum àn þess að verða glorhungraður.“2. sætiHamborgarabúllan „Tommi er konungur hamborgaranna og Búlluborgararnir eru í sínum eigin sérflokki og engu líkir. Koma mátulega blóðugir af eldinum og renna átakalaust niður með frönskum og Kóki. Íslensk matarmenning væri handónýt ef ekki væri fyrir snillinginn Tómas Tómasson.“ „Old School börger sem hittir beint í mark! Vá þvílíkt bragð!“ „Besti venjulega ostborgarann er ennþá að finna á Búllunni. Það þurfa þó að vera réttu mennirnir á grillinu. Sumir steikja of lítið og það er ekki gott.“3. sætiKFC „Stakur Zinger Twister er með þannig tak á mér að það er vandræðalegt! Man ennþá eftir fyrsta bitanum.“ „KFC er sennilega besti versti skyndibitastaður landsins. Það skiptir í raun ekki máli hvaða réttur á matseðlinum er í boði - þeir eru allir góðir svo lengi sem þeir eru baðaðir upp úr bbq-sósunni frá KFC. Sósan er meira að segja svo góð að vinur minn kaupir alltaf aukadós og drekkur úr henni. KFC hefur samt alltaf þau áhrif á mig að mér líður eins og ég hafi verið að misnota sjálfan mig eftir síðasta bitann - jafnvel þótt hann innihaldi 0% transfitu.“ „KFC er náttúrlega stofnun út af fyrir sig. Ég er máltíð nr. 5 maður, kjúklingaborgari og franskar. Ef ég er hins vegar að koma úr golfi er það Máltíð golfarans sem blífur. 2 bitar franskar, brúnsósa og mais. Heita brúnsósan fer yfir franskarnar og breytir veikasta hlekknum KFC, fröllunum, í ljómandi semí ömmu kartöflur. Máltíð golfarans hef ég frá lærimeistara mínum Jakobi Bjarnari Grétarssyni.“4 – 6. sætiBæjarins Bestu „Ein með öllum nema hráum og helst tómatsósu ofan á líka.“ „Það er álíka frumlegt og ferskt að nefna Bæjarins bestu sem besta skyndibitastað Íslands og það að fara á trúnó og æla á fyllerí. En annað er bara ekki hægt. Þarna er boðið uppá bestu pulsu í heimi og það toppar ekkert Bæjarins bestu með öllu. Nema að fá sér aðra.“ „Ég veit að pylsur eru ekki það hollasta í heimi, en þetta bara er svo gott.“4-6. sætiEldofninn „Með fullri virðingu fyrir öðrum pítsum þá snertir engin þessar í bragði og gæðum! Ég mæli með Sigga spes. Þetta er eina pítsan sem ég hef smakkað og mér finnst ég vera að borða eitthvað ferskt en samt sveitt á sama tíma! Toppið það!“ „Af því að pítsur eru góðar og þetta eru bestu pítsurnar í bænum.“4-6. sætiRoadhouse „Verandi grænmetisæta með preferens fyrir djúpsteiktu og mæjó er ekki um auðugan garð að gresja í skyndibitaflórunni. Roadhouse er ekki bara með langbestu franskarnar, heldur líka bara nokkuð frambærilegan grænmetisborgara.“ „Roadhouse er mín allra mesta synd og á þeim himneska matseðli er Roadhouse hamborgarinn með reyktum svínahnakka. Hann er ávalt eins hjá þeim, FULLKOMINN .Kleinuhringjaborgarinn hjá þeim er frábær og ekki má gleyma The Empire State. Það er bara fyrir alvöru karlmenn. Hef ekki enn náð að klára þennan disk. (sem er kannski bara ágætt ).“7. sætiLemon „Þetta er staðurinn! Æðilegt úrval. Elska Spicy Chicken og Good Times. Skemmtilegur staður með stuð tónlist og æðilegt starfsfólk!“ „Á Lemon fæ ég mér alltaf Tunacado og Good Times.“8. sætiAktu Taktu „Snobbliðið talar Aktu taktu niður og lætur eins og um hverja aðra sjoppu sé að ræða þegar raunin er að hér er um besta skyndibitastað borgarinnar að ræða. Þó er ekki ráðlegt að borða beikonborgarann þar oftar en tvisvar í viku. Þeir eru svolítið vegasjoppulegir og maður getur fengið áunnið ógeð á þeim. Flaggskip Aktu taktu er hins vegar hin dásamlega ristaða samloka með skinku, osti og sósu. Hún bara klikkar aldrei og er þægilegasti skyndibiti í heimi. Um að gera að taka tvær ef maður er svangur og toppa svo með Prins Póló og kaldri Kók. Muna bara að sleppa kálinu. Grasið spillir nautninni sem samlokuátinu fylgir.“ „Maturinn þar er að vísu ekkert sérstaklega góður. En staðurinn hefur tilfinningalegt gildi fyrir mig, því í bæði skiptin sem kærastan mín hefur orðið ólétt, þá hefur hún tilkynnt mér það í röðinni á Aktu taktu. „9. sætiGló „Kjúllarnir með salatúrvalinu á Gló eru skotheldir. Það er í raun magnað að þessi valkostur sé kominn inn í myndina, hollur skyndibiti.“ „Á Gló elska ég að fá mér börger. Það skiptir eiginlega ekki hvernig hann er framreiddur, því hann hittir ávallt í mark.“10. sætiDirty Burger & Ribs „Keyri ég þá aðallega í borgarannn, en hann er eitthvað einstaklega vel saman settur og erum við að tala um nánast snertingu við himnaríki þegar maður keyrir í heimalöguðu sósuna þeirra með frönskunum.“ „Borgarinn þar er alger snilld.“Staðirnir sem komust ekki á topp tíu listann:Chuck Norris Grill, Kryddlegin hjörtu, Osushi The Train, Ban Thai, Local, Fresco, Pad Thai, Íslenski barinn, Hraðlestin, Culiacan, Pítan, Núðluskálin, Eldhaninn, Stöðin, Skalli, Viking Kebab, Rikki Chan, Askur, Mandí, Farmer‘s Soup, Devito‘s, Friday‘s, Tokyo Sushi, Joe and the Juice, Krua Thai, Jordan Grill, Nonnabiti.Álitsgjafar:Fjölnir Geir Bragason, húðflúrmeistari, Jóel Sæmundsson, leikari, Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, leikkona, Ási Már Friðriksson, fatahönnuður, Ólöf Skaftadóttir, lífskúnstner, Kristján Hjálmarsson, viðskipta- og almannatengslastjóra hjá H:N Markaðssamskiptum, Karl Sigurðsson, tónlistarmaður, Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður, Sigga Eyrún, söng- og leikkona, Svanur Már Snorrason, blaðamaður, Ragnar Eyþórsson, framleiðandi og klippari, Ólafur Þór Jóelsson, annar stjórnandi Gametíví-þáttanna, Valur Grettisson, upplýsingafulltrúi, Einar Mikael, töframaður, Elvar Logi, eigandi Kompanísins, Anna Hafþórsdóttir, leikkona, Alexía Björg Jóhannesdóttir, leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, sjónvarpsstjarna, Hari, ljósmyndari. Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið
Lífið á Vísi fékk nokkra álitsgjafa, og mikla matgæðinga, til að velja bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Noodle Station sigraði með nokkrum yfirburðum en í næstu sætunum á eftir eru Hamborgarabúllan, KFC og Bæjarins Bestu. Hér á eftir fylgir listi yfir tíu bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu, að mati álitsgjafa Lífsins.1. sætiNoodle Station „Þótt mér finnist þeir vera búnir að hækka verðið sitt aðeins of mikið breytir það því ekki að þetta er eitt af því allra besta sem ég fæ. Enginn biðtími, fæ mér kjúklingasúpu og „extra spicy“ og það er eitthvað „X Factor“ í bragðinu sem lætur mann langa í meira og meira. Ég er orðin sjúklega svangur núna.“ „Ég panta mér yfirleitt grænmetissúpuna, miðlungssterka, en annars er matseðillinn náttúrulega ekki flókinn, þrír réttir, þetta er bara basic.“ „Afgreiðslan er svo hröð að það tekur því ekki að drepa á bílnum, þjónustan er frábær - brosin ósvikin, verðið gott og súpurnar sjóðandi heitar og sjúklega góðar.“ „Þetta er staður sem ég elska og konan líka. Besta núðlusúpan á landinu. Geggjað á köldum vetrarkvöldum og ekki skemmir að þau eru mjög sanngjörn í verði.“ „Noodle station er ávanabindandi. Ilmurinn nær yfir hálfan Skólavörðustíg og það er mjög erfitt að labba framhjà staðnum àn þess að verða glorhungraður.“2. sætiHamborgarabúllan „Tommi er konungur hamborgaranna og Búlluborgararnir eru í sínum eigin sérflokki og engu líkir. Koma mátulega blóðugir af eldinum og renna átakalaust niður með frönskum og Kóki. Íslensk matarmenning væri handónýt ef ekki væri fyrir snillinginn Tómas Tómasson.“ „Old School börger sem hittir beint í mark! Vá þvílíkt bragð!“ „Besti venjulega ostborgarann er ennþá að finna á Búllunni. Það þurfa þó að vera réttu mennirnir á grillinu. Sumir steikja of lítið og það er ekki gott.“3. sætiKFC „Stakur Zinger Twister er með þannig tak á mér að það er vandræðalegt! Man ennþá eftir fyrsta bitanum.“ „KFC er sennilega besti versti skyndibitastaður landsins. Það skiptir í raun ekki máli hvaða réttur á matseðlinum er í boði - þeir eru allir góðir svo lengi sem þeir eru baðaðir upp úr bbq-sósunni frá KFC. Sósan er meira að segja svo góð að vinur minn kaupir alltaf aukadós og drekkur úr henni. KFC hefur samt alltaf þau áhrif á mig að mér líður eins og ég hafi verið að misnota sjálfan mig eftir síðasta bitann - jafnvel þótt hann innihaldi 0% transfitu.“ „KFC er náttúrlega stofnun út af fyrir sig. Ég er máltíð nr. 5 maður, kjúklingaborgari og franskar. Ef ég er hins vegar að koma úr golfi er það Máltíð golfarans sem blífur. 2 bitar franskar, brúnsósa og mais. Heita brúnsósan fer yfir franskarnar og breytir veikasta hlekknum KFC, fröllunum, í ljómandi semí ömmu kartöflur. Máltíð golfarans hef ég frá lærimeistara mínum Jakobi Bjarnari Grétarssyni.“4 – 6. sætiBæjarins Bestu „Ein með öllum nema hráum og helst tómatsósu ofan á líka.“ „Það er álíka frumlegt og ferskt að nefna Bæjarins bestu sem besta skyndibitastað Íslands og það að fara á trúnó og æla á fyllerí. En annað er bara ekki hægt. Þarna er boðið uppá bestu pulsu í heimi og það toppar ekkert Bæjarins bestu með öllu. Nema að fá sér aðra.“ „Ég veit að pylsur eru ekki það hollasta í heimi, en þetta bara er svo gott.“4-6. sætiEldofninn „Með fullri virðingu fyrir öðrum pítsum þá snertir engin þessar í bragði og gæðum! Ég mæli með Sigga spes. Þetta er eina pítsan sem ég hef smakkað og mér finnst ég vera að borða eitthvað ferskt en samt sveitt á sama tíma! Toppið það!“ „Af því að pítsur eru góðar og þetta eru bestu pítsurnar í bænum.“4-6. sætiRoadhouse „Verandi grænmetisæta með preferens fyrir djúpsteiktu og mæjó er ekki um auðugan garð að gresja í skyndibitaflórunni. Roadhouse er ekki bara með langbestu franskarnar, heldur líka bara nokkuð frambærilegan grænmetisborgara.“ „Roadhouse er mín allra mesta synd og á þeim himneska matseðli er Roadhouse hamborgarinn með reyktum svínahnakka. Hann er ávalt eins hjá þeim, FULLKOMINN .Kleinuhringjaborgarinn hjá þeim er frábær og ekki má gleyma The Empire State. Það er bara fyrir alvöru karlmenn. Hef ekki enn náð að klára þennan disk. (sem er kannski bara ágætt ).“7. sætiLemon „Þetta er staðurinn! Æðilegt úrval. Elska Spicy Chicken og Good Times. Skemmtilegur staður með stuð tónlist og æðilegt starfsfólk!“ „Á Lemon fæ ég mér alltaf Tunacado og Good Times.“8. sætiAktu Taktu „Snobbliðið talar Aktu taktu niður og lætur eins og um hverja aðra sjoppu sé að ræða þegar raunin er að hér er um besta skyndibitastað borgarinnar að ræða. Þó er ekki ráðlegt að borða beikonborgarann þar oftar en tvisvar í viku. Þeir eru svolítið vegasjoppulegir og maður getur fengið áunnið ógeð á þeim. Flaggskip Aktu taktu er hins vegar hin dásamlega ristaða samloka með skinku, osti og sósu. Hún bara klikkar aldrei og er þægilegasti skyndibiti í heimi. Um að gera að taka tvær ef maður er svangur og toppa svo með Prins Póló og kaldri Kók. Muna bara að sleppa kálinu. Grasið spillir nautninni sem samlokuátinu fylgir.“ „Maturinn þar er að vísu ekkert sérstaklega góður. En staðurinn hefur tilfinningalegt gildi fyrir mig, því í bæði skiptin sem kærastan mín hefur orðið ólétt, þá hefur hún tilkynnt mér það í röðinni á Aktu taktu. „9. sætiGló „Kjúllarnir með salatúrvalinu á Gló eru skotheldir. Það er í raun magnað að þessi valkostur sé kominn inn í myndina, hollur skyndibiti.“ „Á Gló elska ég að fá mér börger. Það skiptir eiginlega ekki hvernig hann er framreiddur, því hann hittir ávallt í mark.“10. sætiDirty Burger & Ribs „Keyri ég þá aðallega í borgarannn, en hann er eitthvað einstaklega vel saman settur og erum við að tala um nánast snertingu við himnaríki þegar maður keyrir í heimalöguðu sósuna þeirra með frönskunum.“ „Borgarinn þar er alger snilld.“Staðirnir sem komust ekki á topp tíu listann:Chuck Norris Grill, Kryddlegin hjörtu, Osushi The Train, Ban Thai, Local, Fresco, Pad Thai, Íslenski barinn, Hraðlestin, Culiacan, Pítan, Núðluskálin, Eldhaninn, Stöðin, Skalli, Viking Kebab, Rikki Chan, Askur, Mandí, Farmer‘s Soup, Devito‘s, Friday‘s, Tokyo Sushi, Joe and the Juice, Krua Thai, Jordan Grill, Nonnabiti.Álitsgjafar:Fjölnir Geir Bragason, húðflúrmeistari, Jóel Sæmundsson, leikari, Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, leikkona, Ási Már Friðriksson, fatahönnuður, Ólöf Skaftadóttir, lífskúnstner, Kristján Hjálmarsson, viðskipta- og almannatengslastjóra hjá H:N Markaðssamskiptum, Karl Sigurðsson, tónlistarmaður, Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður, Sigga Eyrún, söng- og leikkona, Svanur Már Snorrason, blaðamaður, Ragnar Eyþórsson, framleiðandi og klippari, Ólafur Þór Jóelsson, annar stjórnandi Gametíví-þáttanna, Valur Grettisson, upplýsingafulltrúi, Einar Mikael, töframaður, Elvar Logi, eigandi Kompanísins, Anna Hafþórsdóttir, leikkona, Alexía Björg Jóhannesdóttir, leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, sjónvarpsstjarna, Hari, ljósmyndari.
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið