Freddi snýr aftur Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. október 2014 15:01 Freddi opnar aftur á næstunni. Hinn sögufrægi spilatækjasalur Freddi mun opna aftur á næstunni. Freddi naut gríðarlegra vinsælda á tíunda áratug síðustu aldar. Hann var á sínum tíma elsti leiktækjasalur landsins, en þangað komu ungmenni landsins og aðrir og spiluðu tölvuleiki í spilakössum.Hér má sjá frétt þegar Freddi flutti í Tryggvagötu.Í spjall við Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, einn þeirra þriggja sem standa að baki enduropnun Fredda kemur fram að hægt verði að mæta og spila klassíska leiki á spilakassa, en spilakassarnir verða um tíu talsins. Auk þess verður hægt að leigja herbergi með útbúin með stórum flatskjá og PlaystStation 4 leikjatölvu. „Þeir sem koma að þessu auk mín eru Finni (einnig þekktur sem Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Prikisins) og Óli Hjörtur Ólafsson, sem var áður rekstrarstjóri Dollý.“ Geoffrey er sjálfur rekstrarstjóri Prikisins. Freddi verður einnig verslun. „Já, við munum starfrækja verslun á neðri hæðinni. Við munum selja og kaupa gömul leikföng, verðum með plaggöt og „vintage“ hljómsveitarboli,“ segir Geoffrey og bætir við: „Auk þess munum við selja íslenska hönnum, eins oig til dæmis myndasögu slaufur sem eru hannaðar af Lindu Róbert og eru gífurlega vinsælar.“ Á efri hæð Fredda verða herbergin með PlayStation tölvunum, sem eru hugsuð til þess að spila Fifa 15 og aðra vinsæla PlayStation-leiki. „Við erum að vinna að því að ljúka öllum framkvæmdum innanhúss. Við opnum þegar þeirri vinnu er lokið. Nákvæm dagsetning liggur ekki alveg fyrir, en það er alls ekki langt í opnunina.“Hér má sjá frétt um NBA Jam keppni Fredda, árið 1993, þegar NBA-æðið stóð sem hæst á Íslandi.Vinsæll í gegnum tíðina Freddi var afar vinsæll á sínum tíma. Freddi var til dæmsi til húsa í Aðalstræti, Tryggvagötu og Hafnarstræti. Árið 1993 voru spilakassarnir í Fredda orðnir yfir fjörutíu talsins. Salurinn naut mikilla vinsælda á sínum tíma og munu eflaust margir fyrrum fastagestir staðarins taka enduropnuninni opnum örmum. Ýmsar uppákomur voru haldnar í tengslum við Fredda, til dæmis var efnt til keppni í NBA Jam, hinum sígilda körfuboltaleik, árið 1993. Sigurvegarinn fékk ferð til Bandaríkjanna þar sem farið var á leik í NBA-deildinni. Með fréttinni má einnig sjá nýtt merki staðarins sem Geoffrey hannaði. Auk þess sem sjá má færslur af Facebook-síðu Fredda.Hér er auglýsing frá 1991. Sérstaklega tekið fram að í Fredda sé 33 tommu risaskjár.Hér er merki staðarins, sem Geoffrey hannaði, í fullri stærð. Post by Freddi - Spilastofa & Verzlun - Ingólfsstræti. Post by Freddi - Spilastofa & Verzlun - Ingólfsstræti. Post by Freddi - Spilastofa & Verzlun - Ingólfsstræti. Leikjavísir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Hinn sögufrægi spilatækjasalur Freddi mun opna aftur á næstunni. Freddi naut gríðarlegra vinsælda á tíunda áratug síðustu aldar. Hann var á sínum tíma elsti leiktækjasalur landsins, en þangað komu ungmenni landsins og aðrir og spiluðu tölvuleiki í spilakössum.Hér má sjá frétt þegar Freddi flutti í Tryggvagötu.Í spjall við Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, einn þeirra þriggja sem standa að baki enduropnun Fredda kemur fram að hægt verði að mæta og spila klassíska leiki á spilakassa, en spilakassarnir verða um tíu talsins. Auk þess verður hægt að leigja herbergi með útbúin með stórum flatskjá og PlaystStation 4 leikjatölvu. „Þeir sem koma að þessu auk mín eru Finni (einnig þekktur sem Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Prikisins) og Óli Hjörtur Ólafsson, sem var áður rekstrarstjóri Dollý.“ Geoffrey er sjálfur rekstrarstjóri Prikisins. Freddi verður einnig verslun. „Já, við munum starfrækja verslun á neðri hæðinni. Við munum selja og kaupa gömul leikföng, verðum með plaggöt og „vintage“ hljómsveitarboli,“ segir Geoffrey og bætir við: „Auk þess munum við selja íslenska hönnum, eins oig til dæmis myndasögu slaufur sem eru hannaðar af Lindu Róbert og eru gífurlega vinsælar.“ Á efri hæð Fredda verða herbergin með PlayStation tölvunum, sem eru hugsuð til þess að spila Fifa 15 og aðra vinsæla PlayStation-leiki. „Við erum að vinna að því að ljúka öllum framkvæmdum innanhúss. Við opnum þegar þeirri vinnu er lokið. Nákvæm dagsetning liggur ekki alveg fyrir, en það er alls ekki langt í opnunina.“Hér má sjá frétt um NBA Jam keppni Fredda, árið 1993, þegar NBA-æðið stóð sem hæst á Íslandi.Vinsæll í gegnum tíðina Freddi var afar vinsæll á sínum tíma. Freddi var til dæmsi til húsa í Aðalstræti, Tryggvagötu og Hafnarstræti. Árið 1993 voru spilakassarnir í Fredda orðnir yfir fjörutíu talsins. Salurinn naut mikilla vinsælda á sínum tíma og munu eflaust margir fyrrum fastagestir staðarins taka enduropnuninni opnum örmum. Ýmsar uppákomur voru haldnar í tengslum við Fredda, til dæmis var efnt til keppni í NBA Jam, hinum sígilda körfuboltaleik, árið 1993. Sigurvegarinn fékk ferð til Bandaríkjanna þar sem farið var á leik í NBA-deildinni. Með fréttinni má einnig sjá nýtt merki staðarins sem Geoffrey hannaði. Auk þess sem sjá má færslur af Facebook-síðu Fredda.Hér er auglýsing frá 1991. Sérstaklega tekið fram að í Fredda sé 33 tommu risaskjár.Hér er merki staðarins, sem Geoffrey hannaði, í fullri stærð. Post by Freddi - Spilastofa & Verzlun - Ingólfsstræti. Post by Freddi - Spilastofa & Verzlun - Ingólfsstræti. Post by Freddi - Spilastofa & Verzlun - Ingólfsstræti.
Leikjavísir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira