Jimenez vill vera fyrirliði Evrópu í næsta Ryder-bikar 16. október 2014 08:00 Jimenez á sér marga aðdáendur enda lífsglaður með eindæmum. AP/Getty Spánverjinn litríki, Miguel Angel Jimenez, hefur gefið það út að hann væri til í að vera fyrirliði Evrópuliðsins í næsta Ryder-bikar sem fram fer á Hazeltine vellinum í Bandaríkjunum árið 2016. Jimenez er sjálfur einn sigursælasti kylfingur í sögu Evrópumótaraðarinnar en hann hefur sigrað í 25 atvinnumótum á ferlinum. Þá er hann einnig hokinn af reynslu í Rydernum en hann hefur fjórum sinnum verið meðlimur í liði Evrópu ásamt því að hafa verið aðstoðarmaður fyrirliða tvisvar, fyrst hjá Seve Ballesteros árið 1997 og síðan aftur á Gleneagles í síðasta mánuði þar sem hann aðstoðaði Paul McGinley. „Ég myndi elska að fá tækifæri til að leiða Evrópuliðið, að vera fyrirliði er eitthvað sem alla kylfinga sem hafa leikið í Rydernum dreymir um,“ sagði Jimenez við fréttamenn í Hong Kong, þar sem hann freistar þess að verja titil sinn á Opna Hong Kong mótinu í þriðja sinn í röð um helgina. „Ég hef látið alla vita að ég hef áhuga á að fá þetta verkefni og vonandi verður mér treyst fyrir þessu.“ Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Spánverjinn litríki, Miguel Angel Jimenez, hefur gefið það út að hann væri til í að vera fyrirliði Evrópuliðsins í næsta Ryder-bikar sem fram fer á Hazeltine vellinum í Bandaríkjunum árið 2016. Jimenez er sjálfur einn sigursælasti kylfingur í sögu Evrópumótaraðarinnar en hann hefur sigrað í 25 atvinnumótum á ferlinum. Þá er hann einnig hokinn af reynslu í Rydernum en hann hefur fjórum sinnum verið meðlimur í liði Evrópu ásamt því að hafa verið aðstoðarmaður fyrirliða tvisvar, fyrst hjá Seve Ballesteros árið 1997 og síðan aftur á Gleneagles í síðasta mánuði þar sem hann aðstoðaði Paul McGinley. „Ég myndi elska að fá tækifæri til að leiða Evrópuliðið, að vera fyrirliði er eitthvað sem alla kylfinga sem hafa leikið í Rydernum dreymir um,“ sagði Jimenez við fréttamenn í Hong Kong, þar sem hann freistar þess að verja titil sinn á Opna Hong Kong mótinu í þriðja sinn í röð um helgina. „Ég hef látið alla vita að ég hef áhuga á að fá þetta verkefni og vonandi verður mér treyst fyrir þessu.“
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira