Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Karl Lúðvíksson skrifar 12. október 2014 10:29 Það er nokkur hópur veiðimanna sem leggur ekki neina áherslu á laxveiði í sumarblíðu heldur bíður spenntur eftir köldum haustdögum við sjóbirtingsárnar. Veiði á sjóbirting getur verið og er yfirleitt mjög krefjandi en þar á móti er vænn sjóbirtingur einhver skemmtilegasta bráð sem nokkur veiðimaður getur sett í svo umbun erfiðisins er góð. Tímabilið stendur nú sem hæst en veiði lýkur í lok þessa mánaðar þó svo að sjóbirtingurinn sé að ganga í árnar alveg fram að jólum. Veiðin hefur líka verið fín á þessu tímabili og góðar fréttir berast úr Jónskvísl, Fossálum, Eldvatni, Vatnamótum og Tungulæk. Fyrir nokkrum árum var mikið drepið af fiski og litlu sleppt en sem betur fer með tímanum hefur þetta breyst og uppskeran er sú að meira veiðist af rígvænum sjóbirting en oft áður. Sjóbirtingurinn getur verið 10-15 ára þegar hann er um meters langur og hver fiskur getur hryngt oft á lífleiðinni enda fer hann úr ánni á vorin, dvelur yfir sumarið eða yfir einn vetur í sjó og gengur svo upp ánna aftur til að hrygna. Afföll verða oft mikil í seiðastofninum þannig að þegar fáir fiskar ná að hrygna, samanber árin þegar mikið var drepið, veldur því að stofnstærðin var farin að hægt minnka. Veiðimenn og landeigendur eru farnir að verða þess áþreifanlega varir að aukning á veitt og sleppt er farið að bera góðan árangur og það er meira inni. Það verður því gaman að fygljast með framgangi þessara svæða í náinni framtíð. Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði
Það er nokkur hópur veiðimanna sem leggur ekki neina áherslu á laxveiði í sumarblíðu heldur bíður spenntur eftir köldum haustdögum við sjóbirtingsárnar. Veiði á sjóbirting getur verið og er yfirleitt mjög krefjandi en þar á móti er vænn sjóbirtingur einhver skemmtilegasta bráð sem nokkur veiðimaður getur sett í svo umbun erfiðisins er góð. Tímabilið stendur nú sem hæst en veiði lýkur í lok þessa mánaðar þó svo að sjóbirtingurinn sé að ganga í árnar alveg fram að jólum. Veiðin hefur líka verið fín á þessu tímabili og góðar fréttir berast úr Jónskvísl, Fossálum, Eldvatni, Vatnamótum og Tungulæk. Fyrir nokkrum árum var mikið drepið af fiski og litlu sleppt en sem betur fer með tímanum hefur þetta breyst og uppskeran er sú að meira veiðist af rígvænum sjóbirting en oft áður. Sjóbirtingurinn getur verið 10-15 ára þegar hann er um meters langur og hver fiskur getur hryngt oft á lífleiðinni enda fer hann úr ánni á vorin, dvelur yfir sumarið eða yfir einn vetur í sjó og gengur svo upp ánna aftur til að hrygna. Afföll verða oft mikil í seiðastofninum þannig að þegar fáir fiskar ná að hrygna, samanber árin þegar mikið var drepið, veldur því að stofnstærðin var farin að hægt minnka. Veiðimenn og landeigendur eru farnir að verða þess áþreifanlega varir að aukning á veitt og sleppt er farið að bera góðan árangur og það er meira inni. Það verður því gaman að fygljast með framgangi þessara svæða í náinni framtíð.
Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði