Þessi umfjöllun mun stóreflast í næstu viku þegar bræðurnir í Gametíví, þeir Sverrir Bergmann og Ólafur Þór Jóelsson, snúa aftur.
Gametíví fer aftur í loftið þriðjudaginn 4. nóvember og verður hann með breyttu sniði. Í stað þess að framleiða heilan hálftíma þátt vikulega ætla þeir Sverrir og Ólafur að frumsýna þrjú til fjögur atriði á Vísi í hverri viku.
Gametíví atriðin á Vísi munu innihalda leikjadóma, raunveruleiki, heimsóknir, döbb og alls kyns umfjallanir um tölvuleikjabransann, bæði hérlendis og erlendis.
Gametíví hefst aftur á Vísi í næstu viku en þangað til er hægt að lesa tölvuleikjafréttir á Leikjavísi.