Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. október 2014 14:15 Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 á miðvikudagskvöldið þegar þeir mæta Ísrael í Laugardalshöllinni. Okkar menn fá frí sem þeir hafa engan áhuga á í janúar í næsta ári þegar HM í Katar verður spilað, en íslenska liðinu mistókst að komast þangað eins og frægt er orðið. Ísland tapaði í umspilsleikjum fyrir Bosníu og Hersegóvínu í júní, en fyrir leikina var íslenska liðið talið mun sigurstranglegra. Okkar menn spiluðu hreinlega ekki vel og þurftu að bíta í það súra epli að komast ekki á HM.Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson fyrir utan hegningarhúsið á Skólavörðustígnum í dag og spurði hvað eiginlega gerðist í sumar og hvert menn stefna nú. „Ég veit að þetta hefur orðið vakning fyrir okkur eins og sést á því hvernig flestir okkar eru að spila. Það gengur vel hjá flestum okkar og ég vona að það komi ákveðinn trukkur í gegnum sambandið núna og við náum að lyfta þessu aftur upp á þann stall sem okkur finnst handboltinn eigi að vera á. Þar sem hann var fyrir tveimur árum síðan,“ segir Guðjón Valur. „Það er margt sem spilaði þarna inn í. Það byrjaði þannig að það var ýmislegt með leikinn úti og framkvæmd hans sem fór mjög í skapið á mér. Svo með leikinn hérna heima, þá hefðum við kannski þurft að tapa stærra úti til að vera klárari í seinni leikinn.“ Guðjón Valur er mjög hreinskilinn þegar hann ræðir um hvað var að í hópnum og hvernig strákarnir komu stemmdir til leiks. „Það var ákveðið vanmat í okkur og ákveðið kæruleysi. Ég fann fyrir mikilli andlegri þreytu í hópnum. Við vorum þungir og ólíkir því sem við höfum oft verið.“ „Eftir að hafa talað við marga af strákunum upp á síðkastið þá finnst mér menn koma hungraðir inn í þetta aftur núna. Það var kannski eitthvað sem vantaði. Þetta var svona stærsti hlutinn, því miður, en þetta er eitthvað sem flest lið ganga í gegnum,“ segir hann. „Við gengum í gegnum þetta 2008 þegar við töpuðum fyrir Makedóníu og komumst ekki á HM 2009. Þetta var óþarfi en kannski þarfur vegur fyrir okkur að ganga.“ Guðjón býst ekki við auðveldum leikjum gegn Ísrael og Svartfjallalandi. „Það er orðið þannig í handboltanum að maður labbar yfir voðalega fáar þjóðir núorðið. Tyrkir eru allt í einu byrjaðir að geta spilað handbolta og Ísraelsmenn eru betri en þeir. Svartfellingar eru með ungt og efnilegt lið þannig við þurfum að sjá hvaða lið þeir mæta með.“ „Við búum okkur undir mikilvæga leiki, en í augnablikinu þurfum við ekki að horfa á andstæðinginn heldur holninguna á okkur. Við þurfum að trekkja okkur upp í alvöru viðureignir og alvöru leiki. Eftir að hafa talað við strákana finnst mér við vera klárir,“ segir Guðjón Valur sem hugsaði lengi um tapið gegn Bosníu. „Ég var með óbragð í munninum allt sumarfríið eftir að tapa þessum leikjum,“ segir fyrirliðinn. „Við ætlum að vinna þennan riðil. Það er okkar markmið. Þetta er svona. Það eru gerðar kröfur til okkar sem er gott. Fólk má ekki gleyma því að við gerum kröfur til okkar sjálfra.“ Allt viðtalið, þar sem Guðjón Valur ræðir einnig um lífið í Barcelona, má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 á miðvikudagskvöldið þegar þeir mæta Ísrael í Laugardalshöllinni. Okkar menn fá frí sem þeir hafa engan áhuga á í janúar í næsta ári þegar HM í Katar verður spilað, en íslenska liðinu mistókst að komast þangað eins og frægt er orðið. Ísland tapaði í umspilsleikjum fyrir Bosníu og Hersegóvínu í júní, en fyrir leikina var íslenska liðið talið mun sigurstranglegra. Okkar menn spiluðu hreinlega ekki vel og þurftu að bíta í það súra epli að komast ekki á HM.Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson fyrir utan hegningarhúsið á Skólavörðustígnum í dag og spurði hvað eiginlega gerðist í sumar og hvert menn stefna nú. „Ég veit að þetta hefur orðið vakning fyrir okkur eins og sést á því hvernig flestir okkar eru að spila. Það gengur vel hjá flestum okkar og ég vona að það komi ákveðinn trukkur í gegnum sambandið núna og við náum að lyfta þessu aftur upp á þann stall sem okkur finnst handboltinn eigi að vera á. Þar sem hann var fyrir tveimur árum síðan,“ segir Guðjón Valur. „Það er margt sem spilaði þarna inn í. Það byrjaði þannig að það var ýmislegt með leikinn úti og framkvæmd hans sem fór mjög í skapið á mér. Svo með leikinn hérna heima, þá hefðum við kannski þurft að tapa stærra úti til að vera klárari í seinni leikinn.“ Guðjón Valur er mjög hreinskilinn þegar hann ræðir um hvað var að í hópnum og hvernig strákarnir komu stemmdir til leiks. „Það var ákveðið vanmat í okkur og ákveðið kæruleysi. Ég fann fyrir mikilli andlegri þreytu í hópnum. Við vorum þungir og ólíkir því sem við höfum oft verið.“ „Eftir að hafa talað við marga af strákunum upp á síðkastið þá finnst mér menn koma hungraðir inn í þetta aftur núna. Það var kannski eitthvað sem vantaði. Þetta var svona stærsti hlutinn, því miður, en þetta er eitthvað sem flest lið ganga í gegnum,“ segir hann. „Við gengum í gegnum þetta 2008 þegar við töpuðum fyrir Makedóníu og komumst ekki á HM 2009. Þetta var óþarfi en kannski þarfur vegur fyrir okkur að ganga.“ Guðjón býst ekki við auðveldum leikjum gegn Ísrael og Svartfjallalandi. „Það er orðið þannig í handboltanum að maður labbar yfir voðalega fáar þjóðir núorðið. Tyrkir eru allt í einu byrjaðir að geta spilað handbolta og Ísraelsmenn eru betri en þeir. Svartfellingar eru með ungt og efnilegt lið þannig við þurfum að sjá hvaða lið þeir mæta með.“ „Við búum okkur undir mikilvæga leiki, en í augnablikinu þurfum við ekki að horfa á andstæðinginn heldur holninguna á okkur. Við þurfum að trekkja okkur upp í alvöru viðureignir og alvöru leiki. Eftir að hafa talað við strákana finnst mér við vera klárir,“ segir Guðjón Valur sem hugsaði lengi um tapið gegn Bosníu. „Ég var með óbragð í munninum allt sumarfríið eftir að tapa þessum leikjum,“ segir fyrirliðinn. „Við ætlum að vinna þennan riðil. Það er okkar markmið. Þetta er svona. Það eru gerðar kröfur til okkar sem er gott. Fólk má ekki gleyma því að við gerum kröfur til okkar sjálfra.“ Allt viðtalið, þar sem Guðjón Valur ræðir einnig um lífið í Barcelona, má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15