Ian Poulter hefur hrist hressilega upp í golfheiminum með gagnrýni sinni á Tom Watson og Nick Faldo.
Poulter var að gefa út bók í vikunni þar sem goðsagnirnar Watson og Faldo fá vænar sneiðar fyrir frammistöðu sína sem fyrirliðar í Ryder Cup.
Forseti PGA, Ted Bishop, er lítt hrifinn af bók Poulter og lét hann heyra það á samfélagsmiðlunum Twitter og Facebook.
„Árangur Faldo talar sínu máli. Sex risatitlar. Hvað með þig litla stelpa," skrifaði Bishop á Twitter. Hann bætti um betur á Facebook.
„Menn með lélegri árangur eiga ekki að gagnrýna goðsagnir. Í alvöru? Þetta hljómar eins lítil skólastelpa að væla í frímínútum," skrifaði Bishop á Facebook og bætti við á ensku: „C'MON MAN!".
Hann áttaði sig síðar á því að slík ummæli sæma ekki manni í hans stöðu og fjarlægði færslurnar.
Kallaði Poulter litla stelpu

Tengdar fréttir

Poulter: Ákvarðanir Watsons voru stórfurðulegar
Enski kylfingurinn skilur ekkert í því hvað fyrirliði bandaríska liðsins í Ryder-bikarnum var að spá á meðan mótinu stóð.