Sveitin Skrattakollar, sem þeir Snorri Helga, Gunni Tynes og Örn Eldjárn skipa, hafa endurgert Gizmolagið úr kvikmyndinni Gremlins.
Lag Skrattakollanna má hlusta á hér fyrir ofan en tilefnið af endurgerðinni er myndlistarsýningin GGG sem opnar á morgun í Bíó Paradís.
Á GGG sýna um það bil þrjátíu myndlistarmenn verk sín sem tileinkuð eru þremur ástsælustu kvikmyndaverkum níunda áratugs síðustu aldar: Gremlins, Goonies og Ghostbusters.
Sýning opnar eins og áður segir á morgun og stendur yfir í tvær vikur. Á sama tíma mun bíóið taka myndirnar þrjár til sýninga.
Setja Gremlins-lagið í nýjan búning
Tengdar fréttir

FM Belfast endurgerir Ghostbusters-lagið
Lagið er hluti af myndlistarsýningunni GGG.