Golf

Margir sterkir kylfingar í toppbaráttunni fyrir lokahringinn á HSBC heimsmótinu

Rickie Fowler á þriðja hring í gær.
Rickie Fowler á þriðja hring í gær. AP
Það er óhætt að segja að mikil spenna sé í loftinu fyrir lokahringinn á HSBC heimsmótinu í golfi en Norður-Írinn Graeme McDowell leiðir mótið enn og hefur gert frá fyrsta hring.

Forystan er þó aðeins eitt högg en McDowell er á 11 höggum undir pari eftir að hafa leikið þriðja hring á Shenshan vellinum í Shanghai á 71 höggi eða einu undir pari.

Margir sterkir kylfingar eru ekki langt frá honum en Hiroshi Iwata er á 10 höggum undir pari og Martin Kaymer og Bubba Watson eru á níu höggum undir fyrir lokahringinn.

Rickie Fowler og Tim Clark eru næstir á átta höggum undir pari en ljóst er að McDowell þarf að hafa sig allan við á lokahringnum ef hann ætlar að sigra í sínu öðru atvinnumannamóti á árinu.

Það gæti því verið vel þess virði fyrir ástríðufulla golfáhugamenn að vakna í nótt og horfa á lokahringinn sem verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 03:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×