Ekta fjölskyldumyndband – dóttirin syngur bakraddir Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 17:00 „Lagið heitir Vi har hinanden og er sungið á dönsku. Við bjuggum um tíma í Danmörku og fjallar textinn um drauma sem rættust, það er að flytja til annars lands og svo eignast barn,“ segir Valgerður Jónsdóttir. Hún skipar sveitina My Sweet Baklava ásamt eiginmanni sínum, Þórði Sævarssyni. Valgerður samdi textann við Vi har hinanden en lagasmíðin var í höndum hennar og Þórðs „Við bjuggum um tíma í Danmörku og eigum yndislegar minningar þaðan. Við fengum einmitt nokkrar vini okkar í Kaupmannahöfn til að senda okkur myndir frá borginni, sem fléttast inn í myndbandið. Þetta er ekta fjölskyldumyndband því dóttir okkar Sylvía kemur fram í myndbandinu. Hún syngur einnig bakraddir í laginu, en auk okkar spilar svo Haraldur Ægir Guðmundsson á kontrabassa,“ segir Valgerður en myndbandið við Vi har hinanden var tekið upp á Safnasvæðinu á Akranesi. Valgerður og Þórður hafa starfað saman í tónlist frá unglingsárunum. „Við höfum samið fjöldann allan af lögum og textum í gegnum tíðina, þó einungis lítið brot hafi ratað í útgáfu. Í fyrra gáfum við svo út okkar fyrsta geisladisk í fullri lengd undir nafninu My Sweet Baklava. Diskurinn heitir Drops of sound og með okkur á disknum spiluðu meðal annars þeir Smári Þorsteinsson, trommuleikari og Sveinn Rúnar Grímarsson, bassaleikari,“ segir Valgerður. Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Lagið heitir Vi har hinanden og er sungið á dönsku. Við bjuggum um tíma í Danmörku og fjallar textinn um drauma sem rættust, það er að flytja til annars lands og svo eignast barn,“ segir Valgerður Jónsdóttir. Hún skipar sveitina My Sweet Baklava ásamt eiginmanni sínum, Þórði Sævarssyni. Valgerður samdi textann við Vi har hinanden en lagasmíðin var í höndum hennar og Þórðs „Við bjuggum um tíma í Danmörku og eigum yndislegar minningar þaðan. Við fengum einmitt nokkrar vini okkar í Kaupmannahöfn til að senda okkur myndir frá borginni, sem fléttast inn í myndbandið. Þetta er ekta fjölskyldumyndband því dóttir okkar Sylvía kemur fram í myndbandinu. Hún syngur einnig bakraddir í laginu, en auk okkar spilar svo Haraldur Ægir Guðmundsson á kontrabassa,“ segir Valgerður en myndbandið við Vi har hinanden var tekið upp á Safnasvæðinu á Akranesi. Valgerður og Þórður hafa starfað saman í tónlist frá unglingsárunum. „Við höfum samið fjöldann allan af lögum og textum í gegnum tíðina, þó einungis lítið brot hafi ratað í útgáfu. Í fyrra gáfum við svo út okkar fyrsta geisladisk í fullri lengd undir nafninu My Sweet Baklava. Diskurinn heitir Drops of sound og með okkur á disknum spiluðu meðal annars þeir Smári Þorsteinsson, trommuleikari og Sveinn Rúnar Grímarsson, bassaleikari,“ segir Valgerður.
Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira