„Er það svona sem við ætlum að byrja GameTíví? Ætlar þú að vera allsber út í skógi? Hálffimmtugur maður með hettu?“
Leikurinn er þriðju persónu hasarleikur. Svipaður Assasins Creed og Batman. „Ef þú ert búinn að spila þá, ertu svolítið búinn að upplifa stemninguna í þessum,“ segir Óli. „Maður er í rauninni bara að hlaupa um og drepa menn með Batman badagakerfinu.“ Hann segir að kerfið hafi verið einfaldað og gert skilvirkara.
„Þetta er alveg stórkoslegt bardagakerfi og mjög mikil skemmtun.“
Innslag GameTíví má sjá hér að ofan.

