Toyota selur hlutabréf í Tesla Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2014 10:30 Tesla Model S fyrir utan höfuðstöðvar Tesla. Fyrir stuttu seldi Daimler öll hlutabréf sín í Tesla sem námu 4% af eignarhaldi rafbílaframleiðandanum frá Kaliforníu. Nú hefur Toyota fylgt í kjölfar Daimler, en ekki er þó ljóst hvort Toyota hafi selt öll sín bréf sem námu 2,5% í félaginu. Góð ávöxtun hefur verið á bréfum Toyota þar sem þau voru keypt árið 2010 á genginu 17 en skráð gengi þeirra nú er 235,3. Það þýðir 1.385% ávöxtun þeirra og ekki hægt að kvarta yfir því. Tesla hefur útvegað Toyota rafhlöður í RAV4 bíl Toyota, en Toyota ætlar að hætta að kaupa rafhlöður af Tesla í enda þessa árs. Toyota hefur aðeins selt 2.000 eintök af rafbílaútgáfu RAV4 og líklegt er að bíllinn verði tekinn úr sölu. Haft er eftir forstjóra Tesla, Elon Musk að nýr samningur við Toyota gæti orðið að möguleika innan tveggja til þriggja ára. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Fyrir stuttu seldi Daimler öll hlutabréf sín í Tesla sem námu 4% af eignarhaldi rafbílaframleiðandanum frá Kaliforníu. Nú hefur Toyota fylgt í kjölfar Daimler, en ekki er þó ljóst hvort Toyota hafi selt öll sín bréf sem námu 2,5% í félaginu. Góð ávöxtun hefur verið á bréfum Toyota þar sem þau voru keypt árið 2010 á genginu 17 en skráð gengi þeirra nú er 235,3. Það þýðir 1.385% ávöxtun þeirra og ekki hægt að kvarta yfir því. Tesla hefur útvegað Toyota rafhlöður í RAV4 bíl Toyota, en Toyota ætlar að hætta að kaupa rafhlöður af Tesla í enda þessa árs. Toyota hefur aðeins selt 2.000 eintök af rafbílaútgáfu RAV4 og líklegt er að bíllinn verði tekinn úr sölu. Haft er eftir forstjóra Tesla, Elon Musk að nýr samningur við Toyota gæti orðið að möguleika innan tveggja til þriggja ára.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent