Ryan Moore varði titilinn í Kuala Lumpur 3. nóvember 2014 11:28 Moore með bikarinn í gær. AP Ryan Moore elskar greinilega að spila í Malasíu en í gær varð hann fyrsti kylfingurinn á PGA-mótaröðinni til þess að verja titil síðan að Tiger Woods sigraði á Arnold Palmer Invitational árin 2012 og 2013. Moore sigraði á CIMB Classic sem fram fór á hinum fallega Kuala Lumpur velli en hann lék hringina fjóra á alls 17 höggum undir pari, þremur höggum betur heldur en Gary Woodland, Kevin Na og Sergio Garcia sem deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri Moore voru púttin en hann sýndi sannkallaðar stáltaugar á flötunum á lokahringnum sem hann lék á fimm höggum undir pari. „Ég var svo sannarlega í stuði alla helgina og á lokahringnum var ég alltaf að segja við sjálfan mig að sigurinn væri að færast nær,“ sagði Moore við fréttamenn eftir lokahringinn en sigurinn var hans fjórði á PGA-mótaröðinni á ferlinum. „Þessi golfvöllur hentar mér mjög vel og vonandi er þetta bara byrjunin á góðu tímabili fyrir mig.“ Næsta mót á PGA-mótaröðinni er HSBC meistaramótið á Sheshan vellinum í Kína en það er einnig hluti af heimsmótaröðinni í golfi og ættu því margir af bestu kylfingum heims að mæta til leiks. Það hefst á fimmtudaginn og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ryan Moore elskar greinilega að spila í Malasíu en í gær varð hann fyrsti kylfingurinn á PGA-mótaröðinni til þess að verja titil síðan að Tiger Woods sigraði á Arnold Palmer Invitational árin 2012 og 2013. Moore sigraði á CIMB Classic sem fram fór á hinum fallega Kuala Lumpur velli en hann lék hringina fjóra á alls 17 höggum undir pari, þremur höggum betur heldur en Gary Woodland, Kevin Na og Sergio Garcia sem deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri Moore voru púttin en hann sýndi sannkallaðar stáltaugar á flötunum á lokahringnum sem hann lék á fimm höggum undir pari. „Ég var svo sannarlega í stuði alla helgina og á lokahringnum var ég alltaf að segja við sjálfan mig að sigurinn væri að færast nær,“ sagði Moore við fréttamenn eftir lokahringinn en sigurinn var hans fjórði á PGA-mótaröðinni á ferlinum. „Þessi golfvöllur hentar mér mjög vel og vonandi er þetta bara byrjunin á góðu tímabili fyrir mig.“ Næsta mót á PGA-mótaröðinni er HSBC meistaramótið á Sheshan vellinum í Kína en það er einnig hluti af heimsmótaröðinni í golfi og ættu því margir af bestu kylfingum heims að mæta til leiks. Það hefst á fimmtudaginn og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira