Aron: Miðað við hvernig við spiluðum áttum við að skora 30 mörk Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2014 19:26 Aron Kristjánsson á hliðarlínunni gegn Ísrael. vísir/vilhelm „Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ná ekki í eitt stig að minnsta kosti,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi, en strákarnir okkar töpuðu fyrir Svartfellingum ytra, 25-24, í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2016 í dag. „Við byrjum leikinn af miklum krafti og það var mikil stemning í liðinu, en svo ná Svartfellingarnir að vinna sig inn í þetta. Tæknifeilarnir voru alveg að fara með þetta hjá okkur.“ „Þeir voru að gefa okkur hálfar línusendingar en við hentum því frá okkur. Svo öll dauðafærin sem við klikkuðum á, bæði í fyrri og seinni hálfleik.“ Íslenska liðið byrjaði varnarleikinn vel, en hann var kaflaskiptur. Verst fannst Aroni þegar heimamenn voru að ná mörgum eftir langar sóknir. „Þeir voru ráðalausir í sóknareiknum og við eigum að geta refsað betur fyrir það. En það er erfitt þegar menn þurfa að standa vörnina svona lengi því þeir fengu alltaf tvöfaldan séns á öllu,“ segir Aron. „Mér fannst við standa vörnina vel og markvarslan var fín til að byrja með en svo datt Aron Rafn niður. Bjöggi kom inn undir lokin og varði vel þannig í heildina er ekkert yfir markvörslunni að kvarta. Varnarleikurinn var of mikið næstum því. Við vorum oft hálfu skrefi á eftir.“ „Við hefðum átt að refsa þeim betur. Í seinni hálfleik vorum við að spila þessa vörn hjá þeim sundur og saman. Við gerðum bara mikið af mistökum í hraðaupphlaupunum og köstuðum þar boltanum frá okkur. Svo fórum við illa með dauðafæri. Markvörðurinn þeirra var líka að verja vel.“ Landsliðsþjálfari var ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og voru nálægt því að ná í stig eftir að lenda mest fimm mörkum undir, 18-13. „Þeir komast of auðveldlega í fjögurra til fimm marka forystu, en við náum að spyrna við sem var gríðarlega mikilvægt. Ef maður þarf að tapa svona leik er mikilvægt að tapa bara með einu því þessi innbyrðis viðureign gæti reynst dýrmæt,“ segir Aron, en með tveggja marka sigri á Svartfellingum í Laugardalshöll standa okkar strákar þeim framar í riðlinum endi liðin með jafnmörg stig. „Það voru tæknifeilarnir og færanýtingin sem fór með þetta hjá okkur í dag. Miðað við hvernig spilið var í leiknum þá áttum við að skora 30 mörk og það hefði dugað til að vinna þennan leik,“ segir Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
„Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ná ekki í eitt stig að minnsta kosti,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi, en strákarnir okkar töpuðu fyrir Svartfellingum ytra, 25-24, í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2016 í dag. „Við byrjum leikinn af miklum krafti og það var mikil stemning í liðinu, en svo ná Svartfellingarnir að vinna sig inn í þetta. Tæknifeilarnir voru alveg að fara með þetta hjá okkur.“ „Þeir voru að gefa okkur hálfar línusendingar en við hentum því frá okkur. Svo öll dauðafærin sem við klikkuðum á, bæði í fyrri og seinni hálfleik.“ Íslenska liðið byrjaði varnarleikinn vel, en hann var kaflaskiptur. Verst fannst Aroni þegar heimamenn voru að ná mörgum eftir langar sóknir. „Þeir voru ráðalausir í sóknareiknum og við eigum að geta refsað betur fyrir það. En það er erfitt þegar menn þurfa að standa vörnina svona lengi því þeir fengu alltaf tvöfaldan séns á öllu,“ segir Aron. „Mér fannst við standa vörnina vel og markvarslan var fín til að byrja með en svo datt Aron Rafn niður. Bjöggi kom inn undir lokin og varði vel þannig í heildina er ekkert yfir markvörslunni að kvarta. Varnarleikurinn var of mikið næstum því. Við vorum oft hálfu skrefi á eftir.“ „Við hefðum átt að refsa þeim betur. Í seinni hálfleik vorum við að spila þessa vörn hjá þeim sundur og saman. Við gerðum bara mikið af mistökum í hraðaupphlaupunum og köstuðum þar boltanum frá okkur. Svo fórum við illa með dauðafæri. Markvörðurinn þeirra var líka að verja vel.“ Landsliðsþjálfari var ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og voru nálægt því að ná í stig eftir að lenda mest fimm mörkum undir, 18-13. „Þeir komast of auðveldlega í fjögurra til fimm marka forystu, en við náum að spyrna við sem var gríðarlega mikilvægt. Ef maður þarf að tapa svona leik er mikilvægt að tapa bara með einu því þessi innbyrðis viðureign gæti reynst dýrmæt,“ segir Aron, en með tveggja marka sigri á Svartfellingum í Laugardalshöll standa okkar strákar þeim framar í riðlinum endi liðin með jafnmörg stig. „Það voru tæknifeilarnir og færanýtingin sem fór með þetta hjá okkur í dag. Miðað við hvernig spilið var í leiknum þá áttum við að skora 30 mörk og það hefði dugað til að vinna þennan leik,“ segir Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti