Ernir Hrafn Arnarsson ferðaðist með íslenska landsliðinu til Svartfjallalands þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM 2016 í handbolta.
Óvíst er hvort Alexander Petersson geti spilað vegna meiðsla sem hann hlaut á auga í leiknum gegn Ísrael á miðvikudag. Einnig hefur Alexander verið að glíma við flensu og því var Ernir tekinn með.
Ernir átti upphaflega að vera skilinn eftir heima, en hann skoraði tvö mörk úr þremur skotum í leiknum gegn Ísrael á dögunum.
Leiknum á morgun verður lýst á Boltavaktinni, en leikurinn hefst klukkan 17:00.
