Sergio Garcia fær hjálp úr óvæntri átt í Dubai 19. nóvember 2014 22:00 Sergio Garcia prufar nýjan kylfusvein um helgina. Getty Sergio Garcia skipti um kylfusvein fyrir Thailand Golf meistaramótið sem fram fór á síðasta ári en kærasta hans, Katharina Boehm, var á pokanum þegar að hann sigraði mótið með fjórum höggum. Garcia ætlar að reyna slíkt hið sama nú um helgina þegar að lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai. Það er hins vegar ekki kærsta hans sem sér um að bera kylfurnar heldur fyrrum besti tennisleikari heims, Spánverjinn Juan Carlos Ferrero. Ferrero sigraði á Opna franska meistaramótinu árið 2003 og fór í kjölfarið upp í efsta sæti á heimslistanum í Tennis. Hann sigraði alls á 16 stórum tennismótum á ferlinum en Garcia, sem er gamall vinur hans, sagði við fréttamenn að sigurhugarfar Ferrero geti hjálpað honum í Dubai. „Við ræddum um þetta og hann var mjög spenntur fyrir því að prufa. Ég hef spilað golf með honum áður og það er aldrei slæmt að hafa góðan vin á pokanum. Katharina er sátt með að rölta með okkur og veita okkur stuðning úr fjarlægð.“ DP World Tour Championship er einn stærsti viðburður Evrópumótaraðarinnar ár hvert en aðeins 60 stigahæstu kylfingar hennar hafa þátttökurétt. Verðlaunafé er einnig gríðarlega hátt sem og bónusgreiðslur til þeirra kylfinga sem í það komast. Margir af bestu kylfingum heims taka þátt, meðal annars Rory McIlroy sem snýr aftur á golfvöllinn eftir nokkurra vikna hlé. Allir dagarnir verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 08:00 í fyrramálið. Golf Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Sergio Garcia skipti um kylfusvein fyrir Thailand Golf meistaramótið sem fram fór á síðasta ári en kærasta hans, Katharina Boehm, var á pokanum þegar að hann sigraði mótið með fjórum höggum. Garcia ætlar að reyna slíkt hið sama nú um helgina þegar að lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai. Það er hins vegar ekki kærsta hans sem sér um að bera kylfurnar heldur fyrrum besti tennisleikari heims, Spánverjinn Juan Carlos Ferrero. Ferrero sigraði á Opna franska meistaramótinu árið 2003 og fór í kjölfarið upp í efsta sæti á heimslistanum í Tennis. Hann sigraði alls á 16 stórum tennismótum á ferlinum en Garcia, sem er gamall vinur hans, sagði við fréttamenn að sigurhugarfar Ferrero geti hjálpað honum í Dubai. „Við ræddum um þetta og hann var mjög spenntur fyrir því að prufa. Ég hef spilað golf með honum áður og það er aldrei slæmt að hafa góðan vin á pokanum. Katharina er sátt með að rölta með okkur og veita okkur stuðning úr fjarlægð.“ DP World Tour Championship er einn stærsti viðburður Evrópumótaraðarinnar ár hvert en aðeins 60 stigahæstu kylfingar hennar hafa þátttökurétt. Verðlaunafé er einnig gríðarlega hátt sem og bónusgreiðslur til þeirra kylfinga sem í það komast. Margir af bestu kylfingum heims taka þátt, meðal annars Rory McIlroy sem snýr aftur á golfvöllinn eftir nokkurra vikna hlé. Allir dagarnir verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 08:00 í fyrramálið.
Golf Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira