Rjúpnaveiði lokið þetta árið Karl Lúðvíksson skrifar 17. nóvember 2014 08:56 Fallegur afli um helgina Mynd: KL Rjúpnaveiðitímabilinu lauk í gær með afskaplega fallegu veðri til veiða og það voru margir á fjöllum. Tímabilið er búið að vera rysjótt og veðurfar oft með allra versta móti sérstaklega á norðaustur og austurlandi. Veiðin var upp og ofan en líklega hefur hún verið best þessa síðustu helgi af þeim fregnum sem við hönum haft af veiðimönnum sem fóru á fjall um helgina. Föstudagurinn gaf mjög vel hjá mörgum, sérstaklega á vestur og suðurlandi, og það var gaman að sjá veiðimenn birta myndir á samfélagsmiðlum af aflanum með þeim orðum að nú væri komið í jólmatinn og veiðum þar með hætt. Þrátt fyrir að margir séu komnir með þær rjúpur sem þeir þurfa eru margir sem hafa ekkert fengið þrátt fyrir að hafa gengið marga daga. Dæmi eru um að veiðimenn séu fugllausir eftir átta daga veiðar en reynslumiklir menn hafa þó haldið því fram að þar fari þá saman vond skilyrði og reynsluleysi, sérstaklega ef engin fugl finnst því það sé vel hægt að finna rjúpur séu aðstæður réttar. Hluti af ástæðunni fyrir veiðileysinu sé þess vegna að menn gætu verið að ganga á svæðum þar sem jafnan margir ganga, veðurskilyrðin ekki rétt til að finna fugl á svæðinu og svo framvegis. Þeir sem eiga eftir að bjarga jólamatnum geta ennþá stokkið á gæs því nóg er af henni fyrir austann fjall og rétt elduð gæs er virkilega góður hátíðarmatur. Stangveiði Mest lesið Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði Tröllvaxinn lax í Laugardalsá í Djúpi Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Duglegir veiðikrakkar í Elliðaánum í gær Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Dagbók Urriða komin út Veiði Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði
Rjúpnaveiðitímabilinu lauk í gær með afskaplega fallegu veðri til veiða og það voru margir á fjöllum. Tímabilið er búið að vera rysjótt og veðurfar oft með allra versta móti sérstaklega á norðaustur og austurlandi. Veiðin var upp og ofan en líklega hefur hún verið best þessa síðustu helgi af þeim fregnum sem við hönum haft af veiðimönnum sem fóru á fjall um helgina. Föstudagurinn gaf mjög vel hjá mörgum, sérstaklega á vestur og suðurlandi, og það var gaman að sjá veiðimenn birta myndir á samfélagsmiðlum af aflanum með þeim orðum að nú væri komið í jólmatinn og veiðum þar með hætt. Þrátt fyrir að margir séu komnir með þær rjúpur sem þeir þurfa eru margir sem hafa ekkert fengið þrátt fyrir að hafa gengið marga daga. Dæmi eru um að veiðimenn séu fugllausir eftir átta daga veiðar en reynslumiklir menn hafa þó haldið því fram að þar fari þá saman vond skilyrði og reynsluleysi, sérstaklega ef engin fugl finnst því það sé vel hægt að finna rjúpur séu aðstæður réttar. Hluti af ástæðunni fyrir veiðileysinu sé þess vegna að menn gætu verið að ganga á svæðum þar sem jafnan margir ganga, veðurskilyrðin ekki rétt til að finna fugl á svæðinu og svo framvegis. Þeir sem eiga eftir að bjarga jólamatnum geta ennþá stokkið á gæs því nóg er af henni fyrir austann fjall og rétt elduð gæs er virkilega góður hátíðarmatur.
Stangveiði Mest lesið Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði Tröllvaxinn lax í Laugardalsá í Djúpi Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Duglegir veiðikrakkar í Elliðaánum í gær Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Dagbók Urriða komin út Veiði Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði