Maðkveiði ekki lengur leyfð í Langá á Mýrum Karl Lúðvíksson skrifar 13. nóvember 2014 17:14 Nú eru allar stóru árnar, fyrir utan þær sem halda veiði uppi með hafbeit, búnar að taka maðkinn upp. Langá á Mýrum var síðasta stóra áin til að leyfa hina hefðbundnu haustveiði með maðki en frá og með næsta sumri verður breyting þar á. SVFR sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þess efnis að frá og með næsta sumri verður eingöngu veitt á flugu í ánni. Margir veiðimenn, jafnt innlendir og erlendir, hafa beðið eftir þessu enda var haustveiðin ekki í takt við það sem er almennt að gerast á veiðimarkaðnum. Nú eru allar stóru árnar, fyrir utan þær sem halda veiði uppi með hafbeit, búnar að taka maðkinn upp. Fréttatilkynningin frá SVFR er hér að neðan:„Aðeins verður veitt á flugu í Langá á Mýrum frá og með næsta veiðisumri. Þetta er ákvörðun stjórnar SVFR í góðu samráði við Veiðifélag Langár. Jafnframt verður veiðimönnum skylt að sleppa laxi 70 sm og stærri en það er markmið félaganna að hlúa að stórlaxinum í Langá og byggja upp stofn hans á ný sem var mun sterkari á árum áður.Langá er frábær fluguveiðiá og góðæri hefur ríkt þar í veiðinni undanfarinn áratug þó svo að síðasta sumar hafi verið slakt. Meðalveiði í Langá síðustu 10 ára er um 2.000 laxar og hefur veiði alla jafnan verið jöfn og góð yfir tímabilið. Metveiði var í Langá árið 2008 þegar veiddust 2.970 laxar en önnur mesta veiðin í ánni var árið 2013 þegar veiddust 2.815 laxar. Veiðitölur hafa jafnan tekið stökk þegar maðkveiði hefur hafist undir lok ágúst en nú má búast við að veiðin verði mun jafnari en áður fram á haustið eftir að dagar maðkveiði í Langá eru taldir. Það heillast margir af Langá og fjölbreytileika hennar en segja má að áin sé heimavöllur gáruhnútsins, nettra veiðitækja og lítilla flugna. Sprækir Langárlaxar halda veiðimönnum vel við efnið en þó svo að mikið magn af laxi gangi í ána þá þurfa veiðimenn oftar en ekki að hafa fyrir því að fá hann til að taka. Aðgengi að veiðistöðum er frábært og sennilega er engin á betur til þess fallin til að ná tökum á því að veiða lax á flugu en Langá.Veiðimálastofnun hefur unnið árlega að vöktun á laxastofni Langár frá árinu 1986 í samvinnu við veiðifélag Langár, en fyrstu rannsóknir í ánni voru gerðar 1975. Skýrsla stofnunarinnar frá því í vor er mjög fróðleg lesning en þar segir m.a. að seiðaþéttleiki hafi mælst langt yfir meðaltali haustið 2013 og útlit sé fyrir að að það verði bæði góð laxgengd og veiði næstu árin á vatnasvæði Langár. Þá segir í skýrslunni að nýting laxastofnsins í Langá hafi verið í jafnvægi. Laxastofninn í Langá virðist öflugur og þola verulega niðursveiflu í stofnstærð þrátt fyrir það veiðiálag sem á honum er. Saga laxveiða í Langá er löng en enskir veiðimenn voru byrjaðir að sveifla flugum sínum þar um aldamótin 1900 og til eru skráðar aflabækur allt aftur til ársins 1902 úr Langá. Það verður fjölbreytt flóra litríkra flugna sem verður skráð í veiðibókina sumarið 2015 en stjórn SVFR óskar veiðimönnum góðrar skemmtunar á bakkanum.“ Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Langá á Mýrum var síðasta stóra áin til að leyfa hina hefðbundnu haustveiði með maðki en frá og með næsta sumri verður breyting þar á. SVFR sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þess efnis að frá og með næsta sumri verður eingöngu veitt á flugu í ánni. Margir veiðimenn, jafnt innlendir og erlendir, hafa beðið eftir þessu enda var haustveiðin ekki í takt við það sem er almennt að gerast á veiðimarkaðnum. Nú eru allar stóru árnar, fyrir utan þær sem halda veiði uppi með hafbeit, búnar að taka maðkinn upp. Fréttatilkynningin frá SVFR er hér að neðan:„Aðeins verður veitt á flugu í Langá á Mýrum frá og með næsta veiðisumri. Þetta er ákvörðun stjórnar SVFR í góðu samráði við Veiðifélag Langár. Jafnframt verður veiðimönnum skylt að sleppa laxi 70 sm og stærri en það er markmið félaganna að hlúa að stórlaxinum í Langá og byggja upp stofn hans á ný sem var mun sterkari á árum áður.Langá er frábær fluguveiðiá og góðæri hefur ríkt þar í veiðinni undanfarinn áratug þó svo að síðasta sumar hafi verið slakt. Meðalveiði í Langá síðustu 10 ára er um 2.000 laxar og hefur veiði alla jafnan verið jöfn og góð yfir tímabilið. Metveiði var í Langá árið 2008 þegar veiddust 2.970 laxar en önnur mesta veiðin í ánni var árið 2013 þegar veiddust 2.815 laxar. Veiðitölur hafa jafnan tekið stökk þegar maðkveiði hefur hafist undir lok ágúst en nú má búast við að veiðin verði mun jafnari en áður fram á haustið eftir að dagar maðkveiði í Langá eru taldir. Það heillast margir af Langá og fjölbreytileika hennar en segja má að áin sé heimavöllur gáruhnútsins, nettra veiðitækja og lítilla flugna. Sprækir Langárlaxar halda veiðimönnum vel við efnið en þó svo að mikið magn af laxi gangi í ána þá þurfa veiðimenn oftar en ekki að hafa fyrir því að fá hann til að taka. Aðgengi að veiðistöðum er frábært og sennilega er engin á betur til þess fallin til að ná tökum á því að veiða lax á flugu en Langá.Veiðimálastofnun hefur unnið árlega að vöktun á laxastofni Langár frá árinu 1986 í samvinnu við veiðifélag Langár, en fyrstu rannsóknir í ánni voru gerðar 1975. Skýrsla stofnunarinnar frá því í vor er mjög fróðleg lesning en þar segir m.a. að seiðaþéttleiki hafi mælst langt yfir meðaltali haustið 2013 og útlit sé fyrir að að það verði bæði góð laxgengd og veiði næstu árin á vatnasvæði Langár. Þá segir í skýrslunni að nýting laxastofnsins í Langá hafi verið í jafnvægi. Laxastofninn í Langá virðist öflugur og þola verulega niðursveiflu í stofnstærð þrátt fyrir það veiðiálag sem á honum er. Saga laxveiða í Langá er löng en enskir veiðimenn voru byrjaðir að sveifla flugum sínum þar um aldamótin 1900 og til eru skráðar aflabækur allt aftur til ársins 1902 úr Langá. Það verður fjölbreytt flóra litríkra flugna sem verður skráð í veiðibókina sumarið 2015 en stjórn SVFR óskar veiðimönnum góðrar skemmtunar á bakkanum.“
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði