SVFR áfram með Leirvogsá Karl Lúðvíksson skrifar 11. nóvember 2014 12:13 Rögnvaldur Jónsson með stærsta laxinn úr Leirvogsá í sumar Leirvogsá hefur verið vinsæl hjá veiðimönnum enda er áin stutt frá Reykjavík og veiðin í henni í gegnum tíðina verið góð.Þann 6. nóvember síðastliðinn var skrifað undir áframhaldandi samstarf á milli Veiðifélags Leirvogsár og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Það voru Óli Jón Hertervig, formaður Veiðifélags Leirvogsár og Árni Friðleifsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem skrifuðu undir áframhaldandi samstarfs samning á milli félaganna og tryggir það því aðgengi félagsmanna SVFR aðgang að ánni næstu árin. Leirvogsá er 2ja stanga á sem rennur úr Leirvogsvatni og er um það bil 12 km löng, en er laxgeng um 8 km. Veiðin í Leirvogsá hefur haldist nokkuð góð undanfarin ár en hún fann að sjálfsögðu fyrir áhrifum slaks veiðisumars í sumar en endaði engu að síður í 313 löxum. Meðalveiði síðastliðin 10 ár í ánni er tæplega 580 laxar og verður það að teljast nokkuð gott fyrir 2ja stanga laxveiðiá sem rennur steinsnar frá bæjarmörkum höfuðborgarsvæðisins. Stangveiði Mest lesið Flottur lax úr Svartá Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði 26 á land á fyrsta degi í Leirá Veiði Mokveiði í Mývatnssveit Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Flottir sjóbirtingar úr Eyjafjarðaá Veiði
Leirvogsá hefur verið vinsæl hjá veiðimönnum enda er áin stutt frá Reykjavík og veiðin í henni í gegnum tíðina verið góð.Þann 6. nóvember síðastliðinn var skrifað undir áframhaldandi samstarf á milli Veiðifélags Leirvogsár og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Það voru Óli Jón Hertervig, formaður Veiðifélags Leirvogsár og Árni Friðleifsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem skrifuðu undir áframhaldandi samstarfs samning á milli félaganna og tryggir það því aðgengi félagsmanna SVFR aðgang að ánni næstu árin. Leirvogsá er 2ja stanga á sem rennur úr Leirvogsvatni og er um það bil 12 km löng, en er laxgeng um 8 km. Veiðin í Leirvogsá hefur haldist nokkuð góð undanfarin ár en hún fann að sjálfsögðu fyrir áhrifum slaks veiðisumars í sumar en endaði engu að síður í 313 löxum. Meðalveiði síðastliðin 10 ár í ánni er tæplega 580 laxar og verður það að teljast nokkuð gott fyrir 2ja stanga laxveiðiá sem rennur steinsnar frá bæjarmörkum höfuðborgarsvæðisins.
Stangveiði Mest lesið Flottur lax úr Svartá Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði 26 á land á fyrsta degi í Leirá Veiði Mokveiði í Mývatnssveit Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Flottir sjóbirtingar úr Eyjafjarðaá Veiði